Skírnir - 01.04.1908, Síða 58
Leo Tolstoj.
manna í daglegu lífl, er stæði einmitt í fullu samræmi
við þessar æðri eðliskröfur mannsins.
Fjallræðan hefir jafnan verið talin einn af fegurstu
gimsteinum hins Nýja sáttmála, og samt hefir hún orðið
mörgum að ásteytingarsteini, því svo áþreifanlega ríður
hún í ýmsum atriðum í bág við jarðneskar venjur og al-
þjóðlegt siðalögmál. Svo fór og Tolstoj fyrst í stað.
Hann gat ekki með nokkuru móti felt sig við sumar af
kenningum fjallræðunnar og reyndi lengi vel á allar lund-
ir að vikja þeim við eftir sínu höfði eða leggja í þær
einhverja dularmerkingu. En meðan hann gerði það,
varð honum jafnan torskilin grundvallarstefnan í kenn-
ingum Krists. En jafnskjótt og hann lagði beina merk-
ingu í orð ræðunnar, fanst honum alt skýrast dásamlega.
Þá þótti honum sem kenning Krists og líf samþýddist til
fulls hvað við annað og rynni saman í eina órjúfandi og
aðdáanlega heild. Hann þóttist sjá, að Kristur í þessari
ræðu sinni setti glögt fram aðalkjarnann í kenningu sinni,
þar sem hann fimm sinnum hvað eftir annað skírskotar til
þess, er »sagt var við forfeðurna* og bætir svo jafnan
við á eftir orðunum: »en eg segi yður«, og eykur síðan
við, útskýrir eða blátt áfram mótmælir hinum fornu
boðorðum.
Þær fimm meginreglur, sem Kristur setur hér fram,
eru þessar:
I fyrsta lagi:
»Þér hafið heyrt að sagt var við forfeðurna: þú skalt
ekki morð fremja, en hver sem morð fremur, verður sek-
ur fyrir dóminum; en eg segi yður, að hver sem reiðist
bróður sínum, er sekur fyrir dóminum«.
I hinum eldri biblíuþýðingum er hér inn í setninguna
bætt orðunum:án orsaka, sem raska algerlega merk-
ingunni og eru í sjálfu sér fjarstæða, því enginn maður
reiðist án þess að hann þykist hafa ástæðu til þess, —
enda standa þessi orð heldur eigi í hinum beztu grísku
frumtextum.