Skírnir - 01.04.1908, Qupperneq 63
Leo Tolstoj.
159-
hann enga eignarheimild hafa á því fé. En þá tók kona
hans í strenginn. Hún er hinn mesti kvenskörungur,
iðjusöm, stjórnsöm og ráðdeildarsöm. Hún aftók með öllui
að fleyja eignum þeirra út í buskann á þann hátt, er
Tolsoj hafði í huga. Hann var þá þegar orðinn aldraður
og lasburða, og hún treystist eigi -að vinna fyrir fjöl-
skyldunni, enda hraus henni hugur við fátæktinni og ör-
byrgðinni ofan á hóglífið og auðinn. Tolstoj sótti þetta-
mál svo fast, að hún tók að lokum af skarið og hafði í
hótunum við hann urn að leita fulltingis hjá yfirvöldun-
um, ef hann léti eigi af fyrirætlun sinni. Hann lét þá
loks undan síga og urðu þær lyktir á málinu, að hann
afsalaði sér öllum eignum sínum og fekk henni þær í
hendur, og heíir hún síðan haft allan veg og vanda af
hús- og bústjórninni. Má án efa telja þetta heppileg úr-
slit, því að öðrum kosti hefði Tolstoj að líkindum ekki
lifað fram á þennan dag.
Þrátt fyrir mótspyrnu sína í þessu efni, ber kona
Tolstojs hina mestu lotningu fvrir manni sínum og skoð-
unum hans, enda er sambúð þeirra hin ástúðlegasta. Hún
fylgir starfi hans með athygli og er honum hin rnesta
hjálparhella í hvívetna. I heimilisháttum sveigir hún til
eftir kreddum hans sem framast má verða.. Hún forðast
alt óhóf og eyðslusemi. Dæturnar berast ekkert á í klæða-
burði, sem þó er tízka með ríkum hefðarmeyjum, og heim-
boð og skemtanir er með öllu lagt niður. Vín sést eigi á
borðum hversdagslega og er það fátítt með heldra fólki.
Samt sem áður er heimilið að vissu leyti eins og tvíekift.
Heimilisbragur og heimilisbúnaður er allur að því er til
þeirra mæðgnanna kemur með heldra fólks sniði, stofu-
gögn og húsbúnaður einkar smekklegur og jafnvel skraut-
legur. En þegar lokið er upp hurðinni að vinnuklefa
húsbóndans, stingur heldur en ekki í stúf. Það er eins
og komið sé í aðra veröld. Alt er skrautlaust og þó lát-
laust, veggirnir berir og húsbúnaður af skornum skarnti.
Tvö borð standa á miðju gólfi hlaðin bókum og blöðum,
bókaskápur, hvílubekkur og tveir eða þrír stólar standa