Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1908, Page 66

Skírnir - 01.04.1908, Page 66
162 Leo Tolstoj. að lokum, en þó svo slælega og hikandi, að einsætt þóttí að hún blygðaðist sin fyrir tiltækið. Hlífðarsemi rússnesku stjórnarinnar við Tolstoj á rót sína að rekja til tveggja ástæða gagnólíkra. önnur ástæð- an er sú, að stjórnin þykist eigi þurfa að óttast TolstoJ eða byltingarkenningar hans heima fyrir, sökum þess að þær hafa mjög lít’l áhrif á almenning. Alþýða manna í Rússlandi hefir næsta litla hugmynd um skoðanir hans eða misskilur þær gersamlega. Hann hefir alment orð á sér fyrir mannkosti sína og þykir góður »húsbóndi«, eins- og bændurmr komast að orði. Að öðru leyti þekkja menn lítið til hans annað en það, að það orð leikur á, að hann sé sérvitringur sem hafi tekið upp á því að klæðast bænda- búningi og lifa á bændavísu, þótt hann sé maður stór- auðugur, og það finst þeim að eins kátbroslegt. Rúss- neskir stjórnmálafiokkar hafa engar mætur á honum, því hann fylgir engum þeirra að máli. Hann viðurkennir' meira að segja enga stjórn og þar af leiðandi engin stjórn- mál. Aftur ei u áhrif hans með öðrum mentuðum þjóðum stórmikil. Hann er eins víðfrægur og mikils metinn með öðrum þjóðum, eins og hann er lítt kunnur ineðal almenn- ings á Rússlandi. Ef nokkurri harðneskju eða ósanngirní væri beitt við hann af hendi rússnesku stjórnarinnar, mundi það mælast mjög illa fyrir í öðrum löndum og óvíst nema erlendar stjórnir kynnu að skerast í leikinn. Á þessum tveim ástæðum er það vafalaust hygt, að Tol- stoj hefir mátt una lífi sínu í ró og næði án nokk- urrar áreitni af stjórnarinnar hálfu. Utlit Tolstojs er í fullu samræmi við líf hans og kenn- ingar. Það er talsvert ofstækis- og meinlætisbragð að vfirsvipnum. Hann er meðalmaður á hæð og nokkuð lot- inn í herðum. Andlitið er stórskorið, nefið breitt og nas- irnar fláar, ennið hátt og munnurinn hrikalegur og ein- beittur. Augun eru smá, en hvöss og snör, og brýrnar miklar og loðnar. Allur er svipurinn alvöruþrunginn og fremur harðneskjulegur.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.