Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1908, Page 68

Skírnir - 01.04.1908, Page 68
Ættarnöfn. Menn eru að hugsa um málið. Skoðanirnar skiftast. Mig langar til að visa veg í því, sem allir ætti að geta gengið saman. Flestir þeir menn, sem eg heíi séð eða heyrt minnast á ættarnöfn og eru þeim mótfallnir, hafa rent þeirri megin- stoð undir málstað sinn, að þau færi í bág við fornan landssið. Yér viljum halda því áfram, segja þeir, að kalla íslenzka syni og dætur föðurnafni sínu. Hér eftir eins og hingað til. Það og ekkert annað er þjóðlegt. Já, þjóðlegt er það. Eg er þeim alveg samdóma um það. Það er jafn-þjóðlegt á Islandi nú eins og það hefir einu sinni verið í öllum löndum. Það er jafn-íslenzkt í dag eins og það var enskt eða þýzkt fyrir mörgum öld- um. Og það hefir ekki verið nándar nærri jafnlengi íslenzkt eins og það hefir verið danskt eða norskt eða sænskt eða grískt eða rússneskt. Ef eitthvað er því þjóðlegra, sem það hefir náð lengur festu með þjóðunum, þá eru ekki nema nokkrir áratugir síðan föðurnöfnin voru miklu þjóð- legri í Danmörku heldur en þau eru nú eða hafa nokk- urn tíma verið á íslandi. Lengra er ekki liðið síðan er ættarnöfn voru tekin upp hvarvetna þar í landi. Þau voru gerð þjóðleg með lögum. Og eingöngu íslenzkt er það ekki heldur enn í dag, að menn séu nefndir föðurnafni sínu. Það er enn gert í sveitum í Noregi, Svíþjóð, Rússlandi og víðar. En í borgunum hafa ættarnöfnin orðið ofan á. Og annað þekk- ist ekki heldur nú orðið með öllum mentaþjóðum heims,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.