Skírnir - 01.04.1908, Side 70
166
Ættarnöfn.
tímarits Norðmanna (Samtiden). Hann segirsvo um Björn-
stjerne Björnson:
— Ein af aðal-lindunum, sem lífsstarf Björnsons alt
og skáldskapur er runnið úr, er-----------ættartilfinn-
ingin....... I öllum hans skáldskap, alt í frá Sigrúnu
á Sunnuhvoli og fram til Laboremus, (það var þá síðasta
bók hans), er ættartilfinningin eitt af þvi hinu mikla og
stórfenga, sem hefir alt af borið fánann jafnhátt, hvað
snögg og mörg sem skoðanaskiftin hafa orðið. Ættartil-
finningin er miðdepillinn, stofninn; þaðan dreifist ást hans
til mannanna, dreifist sí og æ í stærri og stærri hringum.
Þarf eg að eyða fieirum orðum að því, að ættartilfinn-
ingin sé ekki engisverð? Og þarf eg að eyða nokkr-
um orðum að því, að ættarnöfnin glæði hana og haldi
henni við? Þarf eg nema að segja það? Skilja þá ekki
allir, sem hugsa um það sjálflr?
Vafalaust. En menn kunna að leggja til andsvör.
Þeir kunna að segja: Islendingasögur eru flestar ætt-
arsögur, byrja flestar á ættartölum. Ættartilfinning heflr
aldrei verið meiri hér á landi en þegar þjóðlíf vort stóð
með sem mestum blóma. En — ekki voru þá nein ætt-
arnöfn til að halda henni við. Komumst við þá ekki eins
af án þeirra nú?
Spurningunni er auðsvarað.
Henni or auðsvarað með því, að biðja spyrjanda að
lesa vandlega fornritin, og vita hvort lionum finst ekki
löggjöf þjóðarinnar og átrúnaði svo háttað, að hvortveggja
hafl haldið ættarvitundinni mun betur vakandi í hugum
manna en þau gera nú.
Og sama máli gegnir um Grikki og Rómverja á gull-
öld þeirra. Eftir hana liðna er það einmitt, að ættarnöfn
komast á með annari þeirri þjóð, Rómverjum. Þeir verða
fyrstir þjóða til að taka þau upp með líkri tilhögun og
nú er víðast hvar um heim allan.
Og þaðan dreifast þau um öll lönd.
Hægt og hægt í fyrstu, og ekki nema um nágranna-
löndin lengi vel. Þar eru þau tekin upp óbreytt, alróm-