Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1908, Page 71

Skírnir - 01.04.1908, Page 71
Ættarnöfn. 167 versk; bæði að merkingunai til og endingum. En svo koma þjóðflutningarnir, og ættarnöfnin berast með þeim norður á við. Eftir það hverfur mikið til af þeim rómverski blær- inn. Þau verða úr þvi hver með sérblæ sinnar þjóðar. Og það hafa þau verið æ síðan víðast hvar. Þjóðirnar hafa skapað þau sjálfar, hver úr sinni tungu; með þvi móti hafa þau orðið þjóðleg. Nú er svo komið, að þau hafa dreifst um öll lönd Norðurálfu, og víðast hvar náð þjóðfesti fyrir langa löngu. Hún hefir hvergi stoðað, mótbáran sú, að þau væri ekki þjóðleg. Og hún stoðar ekki heldur hér. Aðrar þjóð- ir hafa ekki viljað halda í föðurnöfnin með ölluin sinum þjóðerniskostum. Þau eru ekki orðin annað en úrkast. Og sú skoðun, að þjóðernið missi nokkurs í, þó að upp séu tekin ættarnöfn, hún er ekki annað en meinlaust skammsýnisský, sém getur aldrei skygt á neina birtu. Það hverfur þegar minst vonum varir — hér eins og ann- arstaðar. Þá hefir ’verið færð til önnur ástæða gegn ættarnöfn- um. Sagt, að föðurnöfnin hefði það fram yfir, að konan þyrfti aldrei að láta nafn sitt, — það yrði ekki skafið út með giftingunni; málið væri kvenfrelsis-atriði. Ekkert væri líklegra en að gamli siðurinn yrði tekinn upp aftur, þegar konur hefði náð fullu jafnrétti við karlmenn. Eg skal verða síztur manna til að tefja fyrir kven- réttindamálinu á hvaða svæði sem er. Eg ann því meira gengis en svo. Þeirn mönnum, sem halda eg geri það þó með þessu, skal eg veita úrlausn. Eg átti tal um þetta hérna á dögunum við gáfaða konu, frú hér í bænum. Henni fórust orð á þessa leið: — Hvernig getur nokkrum lifandi manni dottið í hug, að ættarnöfn séu fremur vottur um réttleysi kvenna en föðurnöfnin? Það er þvert á móti. Það stendur svo á því, að það eru eingöngu til föðurnöfn, en ékki móður- nöfn — ekki þá nema i háði. Ef hjón eiga sama heiti, þá erfa börnin það, erfa nafn foreldranna. Ef hvort hjón-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.