Skírnir - 01.04.1908, Qupperneq 79
Ættarnöfn.
175-
merkinguna íslenzka. Það getur hver, sem vel kann
að velja.
Það er ekki satt, að ættarnöfn geti ekki orðið íslenzk.
Það er ekki satt, að tungan okkar sé svo ófullkomin; það
er ekki annað en fátæktar-barlómur þeirra manna, sem
vita ekki hvað hún er rík. A 1 í s 1 e n z k geta þau orðið,
og eg hefi bent hér á eitt kerfl, eina reglu, sem velja má
eftir. Hér eru að eins tekin upp um 40 nöfn, rétt til
svnishorns:
/ / / / /
Aðils Arnalcl Armann As Asberg Asgarð Asvald
Berg Blœng Bólstað Dag Dagvið Dal Dalar Dungal
Foss Gils Goðberg Gullharð Hagbarð Hamal Hamar*
Heming Hermann Hervarð Hraundál Kalman Kjarval
Kvaran Rikliarð Sigfast Skóg Sólberg Steinar Storm
Vagn Val Valagils Valberg Valgarð Vikar.
Mörg af þessmn orðum h a f a lagt niður sum föllin.
Eg hefi ineiri trú á því, að ættarnöfn þessa kerfls
konhst á, lieldur en önnur nöfn. Eg hefi leitað vandlega
í málinu, og ekki fundið neitt kerfl, sem hefir nándar nærri
jafnmikla kosti og þetta. Ekkert sem er jafn-fjölbreytt
eða fallegt eða islenzkt.
Og hvernig á nú að koma þvi á?
Eg ætlast vitanlega ekki til að þjóðkunnir menn fari
nú að taka s é r upp ný nöfn, og rjúfa svo nafnhelgi sína.
Hitt er annað mál, að þeir fái börn sín til þess.
Eg ætlast ekki heldur til að nöfnin eigi að bíða eftir
næstu kynslóð, að h ú n vaxi upp. Vitanlega væri sjálf-
sagt, ef þau ætti að komast á, að sem flest börn yrði skírð
þeim hér eftir. En það er ekki nóg. Ef ekkert meira er
að gert, þá nær sonar-nafn kvenna fullri þjóðfesti hér
áður en langt um líður. Og ekki þau ein. önnur nöfn
miklu lakari að öllu, — h á 1 f-íslenzk, h á 1 f-döusk, en a 1-
gerð ónefni — verða sveitlæg í málinu, (Loðmfjörð, Borg-
fjörð, Stephensen, Thoroddsen, Melsteð o. s. frv.), eins og
sum þeirra eru orðin.
:) Nafnið er til.