Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1908, Page 87

Skírnir - 01.04.1908, Page 87
Um rotþrór. 183 handa sér. Úr þeim renna tærir lækir út í á, sem renn- ur gegn um bæinn, og er þaðan alllöng leið til sjávar og bygð hvívetna fram með ánni. Cameron heflr hugsað og smíðað haglegan útbúnað, sem beinir sjálfkrafa renslinu úr rotþrónum úr gjallsíurn- ar, hverja á fætur annari, upp aftur og aftur, svo að þær fái að viðra sig á víxl. Þetta mannvirki má hafa stórt eða lítið eftir vild, fyrir eitt hús eða heilt hverfi. Það er ekki mjög dýrt. Og viðhald og rekstur nemur mjög litlu, t. d. um 450 kr. á ári fyrir rotþró og siur, er hreinsa skolp úr bæjarhverfl með 5000 íbúum. Ef rotþróin er vel gerð, þarf afarsjaldan að hreinsa hana, ekki nema 2.—5. hvert ár. Gjallsíurnar þurfa ögn meiri hirðingu. Það heflr verið margrannsakað, hvernig fer um sótt- argerla, þá sem eru í ræsaskolpi, t. d. taugaveikissótt- kveikjuna. Og öllum ber saman urn að urmull af þessum skað- vænu gerlum drepist í rotþrónni og síunum. Er talið öld- ungis hættulaust, minsta kosti fyrir skepnur, að láta hið tæra vatn úr gjallsíunum renna hvar sem er, í ár, eða læki, eða stöðuvötn. 1. myndin er af rotþró með síum við Fredensborg, sumarhöll konungs vors. 2. og 3. mynd sína líkan út- búnað (í Englandi). 4. mynd sýnir litinn útbúnað úr stáli fyrir einstök hús; hærra ílátið er rotþróin; lægra ílátið er gjallsían og ofan á gjallinu einfaldur umbúningur, sem veldur því, að skolpið úr rotkagganum fer í gusum niður í gjallið, svo það viðrast á milli gusanna. Þetta litla, •einfalda áhald getur á hverjum sólarhring breytt þúsund pottum af daunillu, grugguðu skolpi í tært vatn og lyktar- laust. Og allur útbúnaðurinn kostar 6—700 krónur. Hér á landi mundi þessi hreinsunaraðferð koma sér einkar vel við ýms stórhýsi, sem reist eru langt frá sjó, t. d. skólahús og sjúkrahús.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.