Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1908, Page 95

Skírnir - 01.04.1908, Page 95
Erlend tíðindi. 191 eyða öilu sundurlyndi og öllum ófriðarvísi um álfu vora og þá raunar um heim allan. Játvarður konungur þykir vera mesti af- reksmaður um þá hluti allra þjóðhöfðingja um vora daga. Þjóð- verjum þykir meira en nóg um það. Þeim er farið vérða ekki um sel, með því að þeir líta svo á, að til þess séu refarnir skornir hvað helzt, að einangra þá og láta þá mega hreyfa hvergi legg nó lið, sem vœri þeir vargar í vóum og höfuð-ófriðarseggir iieims. En þeir segjast ekki eiga það ámæli skilið, heldur fullyrða þeir, að eigi sé þ e i m miður ant tim allsherjarfrið en Bretum og þeirra bandamönnum. Það mun og satt vera. Vígbúnaður þeirra sem hinna stórveldanna er til þess gerður, að vera hvergi varbúnir, ef það voða-ólán bæri að höndum, að höfnðríkjum heims lenti saman í hernaði, en eigi hins, að friðurinn só þeim ekki kærstur öllum saman,. með því að aldrei hefir ófriður ægilegri verið en um vora daga, er vígbúnaður er stórum fuHkomnari orðinn en gerst hefir frá því er heimur hygðist og sjálfsagðar hörmuugar at' vopnaburði stórvelda þeirra í milli stórfenglegri en orðiim verði að komið eða nokkur maður fái gert sór í hugarlund. Það var áður löngu nokkuð, eða rétt nm sumarmálin, er sátt- máli komst á með rikjum þeim, er lönd eiga að Eystrasalti og að Englandshafi, um, að þar skyldi engu mega hagga urn ítök og hlunnindi af sjó hvers þeirra ríkja um sig nó frjálsar ferðir um þau höf, hvað sem að höndum bæri. Alt átti það og að veta gert til friðar og griða um aldur og æfi. Enn allmiklar óeirðir á Indlattdi, einkum í útnorðiirálfum lands- ins, nær landamærum Afghanistans, og hefir Bretum lent þar í skærum við Afghana. Af Þjóðverjum er það helzt að frétta, að þar hafðist fram á þingi í vor fundafrelsisnymæli stjórnarinnar, með litlum at- kvæðamun, nteð þeim ófrelsisfyrirmælum, að hvergi megi um alt ríkið mæla nenta á þyzka tungu á almennum mannfundum; þó mega yfirvöld þiggja menn undan því, ef bryna nauðsyn ber til. Annarlegir þjóðflokkar búast þó við, að sú linkind komi þeim að litlu haldi. Maximilian Harden hefir fengið rótting síns máls í hæstarótti, og bondin borist það fast að einum andstæðing hans, Eulenburg fursta, að honum var snarað í gæzluvarðhald fyrir meinsærisgrun ; saurlífisaðdróttunarmáli því, er þeir áttu í snemma vetrar, Moltke- greifi og M.-H.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.