Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 63
Lífsskoðun Stepháns G. Stephánssonar.
63
spekilega lífsskoðun erindi til almennings. Hún vekur þá menn til
mótstöðu, sem vilja ekki við henni líta, eu laðar hina að sór.
Hinn hluti lífsskoðunar Stepháns, sem fjallar um drengskapinn
og manngildið, er orð í tíma talað. Það er nokkurs konar fagnaðar-
erindi vinnu og manngildis og drengskapar. Hann eggjar mennina
til framgöngu, eggjar þá lögeggjan, og hvetur þá til að stækka
grasrótina á jörðinni og fjölga nýgræðingnum.
Ef endistu að plægja, þú akurland fær,
ef uppgefstu, nafnlausa gröf.
Margir geta uppgefist sem frumlegir eru að eðli og næsta ein-
kennilegir að hversdagsháttum. Því skyldi veraldarsmiðurinu vera
að mæða sig á því að kosta þessu til þeirra?
Alheimsborgarinn stendur glottandi yfir moldum þeirra og syngur
þá til rúms í kirkjugarði allsherjar-dauða. Þeir gleymast og hverfa
eins og stjörnuhrap. Heilar þjóðir hafa sætt þessum heljarkjörum
og ótal einstaklingar. Okkur sýnist svo að minsta kosti.
Hin lífsskoðunin er hlýrri, sem ber í brjósti sér vonina um
föðurfaðminn og líf í faðminum, sem veit af sjálfu sór og öðrum.
En það er gott að þessar skoðanir vegi salt og keppist á um
mennina. Þær eru báðar mikils háttar.
Onnur hefir mikið vitsmuna-höfuð.
Hin hefir gott og göfugt hjarta.
Og þær kalla báðar hárri röddu á mannrænu og manngildi,.
kalla þau til starfa í landinu.
Og þær eiga eitt sameiginlegt hugðarmál. Þær koma sér
saman um það:
“að reikna ei með árum, en öldum,
að al-heimta ei daglaun að kvöldum,
því svo lengist mannsæfin rnest,,.
Þetta er önnur mannsæfi en sú, sem talin er í landshags-
skýrslunum.