Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 12
12
Listin að lengja lífið.
prestarnir. En það er satt, læknarnir eru að eins sendir
til sjúkra »sauða í ísrael« — nema. í Kína. Þar er hús-
lækninum borgað fyrir þann tíma sem enginn veikist á
heimilinu, en ekkert fyrir þann tima sem sjúkdómar ganga.
Lækninum er með öðrum orðum borgað fyrir það eitt, að
koma í veg fyrir veikindi, og honum um kent ef það mis-
hepnast. Þetta er nú reyndar bygt á hjátrú hjá Kínverj-
um, því læknarnir þar kunna ekki annað en bölbænir og
aðrar hundakúnstir til að særa burtu illa anda, en í fram-
tíðinni, »er burtu þokan líður, er blindar þessi dauðleg
augu vor«, verða læknarnir færir um að forða mönnunum
frá alls konar illvættum — nota bene — ef fólkið vill.
Ef viljann vantar, duga engar prédikanir, og menn »fljóta
sofandi að feigðarósi«, hlaðnir alls konar kvillum og kaun-
um líkt og Job.
Það er því miður ennþá rótgróin trú hjá alþýðu
manna víðast hvar, að sjúkdómarnir séu óhjákvæmliegt
böl, sem allir verði meira og minna að þola. En þessi
hjátrú upprætist með vaxandi þekkingu. — Aður fyr trúðu
menn því, að sjúkdómar væru refsidómar guðs eða hirt-
ingarvendir syndugra manna. Nú er sú trú farin að dofna
og menn farnir að sjá að sjúklingar eru ekki yfirleitt
»syndugri en aðrir menn í Galileu«, þó þeir verði veik-
indunum að bráð.
Trúin á að t. d. slæmar farsóttir séu refsidómar drott-
ins eins og plágurnar á Egyptalandi, hefir lialdist fram á
vora daga, og lýsir sér enn þá á Rússlandi þar sem kóler-
an er að geysa. Eu »ótti drottins, er upphaf viskunnar«,
segir prédikarinn. Ottinn fyrir þessum refsidómum hefir
haft það gott í för með sér, að hann hefir komið mönnum
til að upphugsa margt til að koma í veg fyrir og afstýra
plágunum með skynsamlegu viti, því reynslan hefir ætið
sýnt, að »guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur«.
Hræðslan við plágurnai1 og sjúkdómana yfirleitt hefir sem
hirtingarvöndur komið mönnum til að sjá að sérogtemja
sér margs konar varúðarreglur gegn sjúkdómunum. Og
þannig er heilsufræðin til orðin.