Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 72

Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 72
72 Ritfregnir. frakkneska heimspekings, er bók Ágústs segir frá og gaumgæfir. Það er sem sjálfur guð kærleikans ávarpi oss í þeim og vermi. Bók Guðmundar rannsakar spjaldanna í milli, hvernig vér menn- irnir förum að því að skilja hver annan. Mér finst það ekki óeftirtektarvert, að slíkt er efnið í fyrstu heimspekisritgerðunum, sem koma fram á sjónarsviðið frá íslandi, þar sem kuldi í lofti og lundu og skortur á samtökum og samlyndi hefir þjáð og þjáir landsbúa. Er efnisvalið tilviljun ein eða stafar það — höfundunum ósjálfrátt og óafvitandi — af því, hvílík lífsnauðsyn Islendingum. er á meiri hlýindum, samúð og samtökum? Eg sný mér fyrst að bók Guðm. Finnbogasonar. Hann hefur mál sitt á því, að allar lifandi verur séu margs konar þörfum gæddar. Þær ráði afstöðu þeirra andspænis umhverfinu og mati þeirra á því. Undir þeim kemur, eftir hverju þær sækjast og seilast.. Svangur leitar sér fæðu, þyrstur drykkjar og kalinn skjóls. Og allir hlutir eru búnir margs konar eigindum. Af því leiðir, að líta má á þá á marga vegu. Því verða verðlagskrárnar mis- jafnar, eftir því hvaða þörfum þeir bæta úr. Sumum fuglum þykir eitt skógartré gott hreiðurstæði. Smiðum þykir það gott smíðaefni. En mismunandi mat á hlutunum, skoðanir og skynjun á þeim hafa í för með sór ólíkar aðfarir (reaction) við þá og með- ferð á þeim. Ekkert í víðum heimi er eins mörgum eigindum gætt og mað- urinn. Það má því líta á hann á marga vegu. Klæðskerar og stjórnmálamenn líta á sama ' manninn sitt með hvoru móti. Þar sem stjórnmálamennirnir sjá »kjörgrip«, er gengst fyrir hinni eða þessari stefnuskrá eða stjórnmálaglamri, sér klæðskerinn kaup- andann, er hann selur föt með tiltekinni gerð og tilteknu verði. Á slíkum sjónarhæðum er einstaklingseðlinu enginn gaumur gefinn nó samhenginu milli ýmissa þátta þess. Það er ekki forvitnast um annað í eðli og fari einstaklingsins en hagnað þann, er megi af honum hafa, hvaða þörfum hann geti bætt úr. En má ekki líta á hlutina á fleiri vegu 1 Gerum t. d. ráð fyrir, að eg þurfi á leiðbeining einhvers lögregluþjóns að halda. Eg skoða hann þá sem eintak af tiltekinni tegund. Mig skiftir það engu, sem honum við kemur, nema einkennin, sem eg þekki hann á, og svör hans við spurningum mínum. Eg lít á hann sem verkfæri, er eg get haft not af. En nú vildi, ef til vill, svo til, að eg tók eftir rauna- blæ á andlitinu og gráthljóði í röddinni. Eg fór að hugsa um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.