Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 25

Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 25
Göngu-Hrólfr. 2fr sumrum, og unnið Norðimbraland á Englandi, Katanes á Skotlandi og Dyflinni ásamt fleirum strandborgum á Ir- landi* 1 *). Einn af víkingum þessum, Göngu-Hrólfr, haff unnið Rúðuborg í Norðmandí og eignast þar ríki. Hins vegar segir Dúdó, að faðir Hrólfs þess, er vann Norðmandí, hafi verið hinn mesti höfðingi i sínu landi (»Dacia«) og »allra manna voldugastur í Austurvegum« (»omnium Orientalium præpotentissimus«), og hafi hann lagt undir sig lönd, sem lágu nálægt »Dacia« og »Alania«a),. en aldrei gengið neinum konungi til handa. Eftir dauða þessa höfðingja rís ófriður milli sona hans, sem nefndir eru »Rollo« (Hrólfr) og »Gurim« (Gormr = Goðþormr) og konungsins í »Dacia«, frænda þeirra, út af því, að konungur vill reka úr landi mikinn flokk ungra manna, til að afla sér atvinnu (»fjár og frama«) í víkingu3), en þes8ir menn leita sér trausts og athvarfs hjá bræðrunum. Veitir þeim bræðrum heldur betur í viðskiftum við kon- ung, og líða svo fimm ár, að hann fær eigi unnið bug á ‘) Hér er ætt Rögnvalds Mærajarls sett í samband við Ivars-ættina i Dyflinni, eða þeim ættum ruglað saman, enda hafa sömu ættnöfn geng- ið i báðum, og vér höfum sögur af þvi, að jarl í Orkneyjum (Sigurðr ríki) og konungssonur frá Dyflinni (Dorsteinn rauðr) hafi gerst bandamenn (Ldn. II. 15). Má og vel vera, að niðjar Ivars hafi átt friðland í Orkn- eyjum (Krit. Bidr. I. 171—72), er þeir fóru landflótta af írlandi eftir aldamótin 900, enda sýnist vist, að vikingar sunnan um sæ (úr liði Hrólfs?) hafi slegist í lið með ættmönnum Ivars, er þeir herjuðu til Ir- lands 914—20 og unnu aftur Dyflinni og fleiri borgir þar í landi (sbr. S. Bugge I N. liist. Tidskr. 1901, 20—52). a) Ef Dúdó hefir blandað saman „Alani“ og „Albani“, sem fyr var á minst, geta þessi orð skilist um lönd i grend við Norðurlönd og Skot- land, o: Orkneyjar og Hjaltland. Annars má skilja þau um lönd í Austurvegi, þar sem Alanar bjuggu að fornu. *) Dúdó heldur, að víkingaferðir frá Norðnrlöndum hafi risið af þvi, að fólksfjöldinn hafi verið þar svo tnikill, að löndin hafi eigi getað fætt ibúa sina, og hafi þeir því neyðst til að reka unga menn úr landi til að afla sér viðurværis, en þessi skoðun er mjög hæpin og vafa- söm (sbr. Gr. Storm: Krit. Bidr. I. 22.—33) og fjarri öllum líkindum, að konungar Norðurlanda hafi skipað svona fyrir um víkingaferðirnar, enda getur sagan verið sprottin af því, að kristna kynslóðin í Norðmandi hafi þurft að finna ránum og hernaði forfeðra sinna einhverja afsökun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.