Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 37
Steiiibituriim.
87
ímynda mér að æfíntýrahetjunum hafi verið, þegar þeir
leituðu gistinga í skálum risanna. Mér fanst eins og Páll
gefa það í skyn með þögninni og augnaráðinu: Hafðu
hægt um þig í nótt, drengur minn, því að eg er svefn-
styggur. En á morgun verðurðu steiktur á teini.
Þó var Páll aldi ei vondur við mig, á meðan eg var
hjá honum, — nema einu sinni.
Fjörðurinn blind-fyltist af ýsu snemma í nóvember-
mánuði.
Það brást nærri því aldrei, að ýsuhlaup kæmi í fjörð-
inn einhvern tíma um það leyti. Og þá var reynt að láta
hendur standa fram úr ermum til að ná ýsunni á land.
Þá voru allir hættir að róa út úr firðinum. Góðu
veiðarfærin, sem komið hafði verið upp um sumarið, og
enn voru nýtileg á djúpsævi, voru hengd upp til geymslu
til næsta árs. Slitnar og lélegar lóðir með kol-ryðguðum
önglum voru hnýttar saman í langar trossur, svo að 1000
tii 1200 önglar voru í lengjunni. Þetta var beitt með
öllu, sem til náðist, og lagt í fjörðinn undir nóttina.
Nærri má geta, hvort ekki var þröng í firðinum,
þegar 20—30 útgerðarmenn lögðu þessar feikna-löngu
lóðir allar á sama svæðinu. Hjá því varð varla komist,
að eitthvað flæktist saman.
Og það var sagt um Pál steinbít, að hann sæi ekki
mikið eftir því, þó að lóðin hans flæktist saman við lóðir
annara. Það var meira að segja almælt, að hann legði
á ská yfir lóðir nágranna sinna eða þræddi með þeim,
til þess að lóðirnar s k y 1 d u flækjast saman.
Þegar svo bar undir, var um að gera, að vera á
u n d a n hinum til að vitja um lóðina. Það brást aldrei
að Páll gerði.
Og þegar hann dró upp ióðir nágrannanna, ásamt
sinni, og alt var flækt saman í bendu, þá var svo sem
ekki verið að spyrja að þvi, á hverri lóðinni fiskurinn
var. Páll hirti það sem hann náði til.