Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 5
Listin aö laagja lífið.
5
það sem læknað getur sjúkdóma, sé einnig öflugt ráð til
að koma í veg fyrir sömu sjúkdómana. Enda sýnir reynsl-
an þetta.
Engum er jafn nauðsynlegt að herða sig gegn kulda
og þeim, sem eiga við kulda að búa hálft árið eða, meir,
eða þar sem veðrátta er jafn umhleypingasöm og hér á Ts-
landi. Og »ekki er ráð nema í tíma sé tekið«. Það þarf
að herða menn frá blautu barnsbeini. Strax eftir fæðing-
una á að venja börnin á að fá kaldan skvett yfir kropp-
inn á eftir heitu lauginni. Annars gerir laugin ekki hálft
gagn. Og enginn þarf að óttast, að litlu börnunum verði
meint af því. Þvert á móti. Þó þau súpi hveljur fyrst í
stað og skæli, er það ekki nema holl hreyfing fyrirlung-
un, og það Iíður ekki á löngu, áður en þau venjast svo
daglegu köldu gusunni, að þau kippa sér ekkert upp við
hana. Litlu börnin eru ekki eins miklir pappírsbúkar og
margir halda, heldur verða þau það fyrst undir manna-
höndum, sem varna öllu kuli að komast að, til að stæla
hörundið, með heitum laugum, ótal reifum og þykkum
sængum, svo þau ætla að stikna. Nei, náttúran heflr gert
nýfæddu börnin svo vel úr garði, að þess eru fleiri en
eitt dæmi, að þau hafa þolað að liggja um tíma í kaldri
mógryfju, án þess að krókna úr kulda eins og þeim var
ætlað. — Ennfremur má herða börnin með því að leyfa
þeim að koma út og anda að sér frísku lofti. Margar
mæður halda það morði næst, að fara út með börnin fyr
en þau eru orðin árs gömul eða eldri. — En >betra er
scint en ekki«. Þið ungu piltar og stúlkur, sem enn ekki
haflð fengið að herða ykkur fyrir varkárni feðra og tnæðra,
rcynið sem allra fyrst að vinna það upp, sem ykkur er
áfátt. Herðið skrokkinn með köldu baði á hverjum degi.
Kalt steypibað er mest hressandi og vandinn er svo lítill,
að þvi þarf ekki að lýsa. En bezt er að hreyfa sig á
undan, annaðhvoit á góðum göngutúr, hlaupum, skíðum
eða skautaferð, eða með líkamsiðkunum eftir einhverju
kerfi (t. d. J. P. Miillers eða líkamsæfingum Olafs Rósen-
kranz).