Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 70

Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 70
70 Ritfregnir. vitaudi, og reynir því að breiða sem best yfir aðraksturinn og tryggja sór tiltrú. f>á tilhugsun gat hann ekki þolað, að riti sínu yrði skipað á bekk með lygisögum. Þess vegna smeygir hann ofboð kænlega inn í hér og þar athugasemdum, sem miða að því að vekja tiltrú, tildrar sem haganlegast til sagnafróðleik sínum, gætir vand- lega samræmis við aðrar sögur og við tímatal Ara. í þessu eiga þær flestar rót sína útúrdúra-athugasemdirnar, sem menn hafa talið innskot, fyrst og fremst heimfærslan til Ara fróða. Sömuleið- is skírskotun höf. til erfidrápu um Gunnlaug eftir Þórð Kolbeins- son — erfidrápu sem aldrei hefur verið til. Yfir höfuð lítur próf. Ólsen svo á og færir að því rík rök, að innskotsgreinirnar svo- nefndu séu upphaflegar í sögunni; Stokkhólmshdr. só eldra og betra, hitt stytt af ásettu ráði. Hann bendir á margar sams konar athuga- semdir og orðtök — fróðleiksmola og gífuryrði —, er standa í báð- um hdr. og verður ekki á burtu svift, nema sár sjái eftir; alt slíkt verði að standa og falla hvað með öðru. Um aldur sögunnar kemst próf. Ólsen að lokum að þeirri niðurstöðu, að fyrir 1250 só hún ekki til orðin, og líklega ekki fyr en um 1300. Ræður hann það sumpart af aldri þeirra heim- ildarrita, sem höf. hefur stuðst við, og sumpart af stílshættinum og »romantik« sögunnar. Stíllinn só ótvírætt í ætt við riddarasög- urnar elstu. Areiðanlegt heimildarrit geti sagan því ekki talist,— að listagildinu ólöstuðu. Sjálfsagt kunna þeir menn illa þessum dómi próf. Ólsens, sem telja ættarsögunum okkar það helst til gildis, hversu sannar þær séu í sögulegum skilningi. En það er einmitt listin, sem er höfuð- prýði þeirra. Um sögulegu santiindin skytur vitanlega í yms horn eftir atvikum. Enda skiftir það í rauninni ekki mestu máli, þegar Öllu er á botninn hvolft, hvort allir atburðir sögunnar hafi orðið einmitt á þann hátt, sem frásögnin greinir; heldur hitt, að þeir sóu í fullu samræmi við eðli og atferlisháttu söguhetjanna og renni saman eftir réttum rökum í samfeldan örlagaþráð samkvæmt trú, lífsskoðun og hátterni þeirra kynslóða, sem að þeim standa. Og það verður ekki af Gunnlaugssögu skafið, að þjóðlífsmyndir hennar eru sannar, gripnar föstum tökum úr daglegu lífi sögualdarinnar, af manni, sem hafði andlegt víðs/ni og athyggju til að skapa sór útsýn yfir þjóðarleiksviðið, eins og það þá var vaxið. Að því leyti stendur hún vafalaust í fremstu röð meðal íslendinga sagna. n. b.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.