Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 7
Listin að lengja lífið.
7
máttlitlir og það svo, að vér eigum jafnvel örðugt með
að standa uppréttir óstuddir. Eins þarf ekki annað en að
vefja fót eða handlegg með föstum umbúðum nokkrar vik-
ur til þess, að vöðvarnir rýrni og missi mátt sinn að miklu
leyti. En líkaminn stælist við áreynslu, sem fer sígandi
á stað og smávex. Aflraunamennirnir hafa löngu lært
þetta. Með smávaxandi aflþrautum geta þeir að lokum
þolað raunir, sem í fyrstu voru langtum ofurefli. En mörg
dæmi eru þess, hvernig þeir hafa eyðilagt heilsu sína með
því að fara of geyst á stað. Á undan hverri sýningu æfa
þeir sig, til að vera vel undir búnir, annars er hættan á,
að þeir gugni þegar á hólminn er komið.
Þessa reynslu aflraunamannanna þurfa allir erflðis-
menn að þekkja. Það er t. d. ekkert að undra þó vinnu-
maður, sem mestan hluta vetrarins hefir gegnt skepnum
eða annari hægri vinnu heima við, oftaki krafta sína á
orfinu, í þurki á harðvellisþýfi. Eða þó sjómaðurinn, sem
máske ekki hefir gert handarvik í marga mánuði, fari illa
i fyrstu róðrunum í barningi í illviðrum. Likaminn er
seigur og teygjanlegur og margir þola margt mótdrægt, en
»of mikið má af öllu gera«. Með skynsamlegum dagleg-
um líkamsiðkunum, hvort sem það nú eru leikfimisæfing-
ar eftir vissum reglum, eða göngur, hlaup, skíða- og
skautaferðir, knattleikir og aðrir fimleikir, má halda
líkamanum stöðugt stæltum og til taks. Og eg er í eng-
um vafa um, að færri yrðu þeir, sem verða slitnir og lún-
ir um fertugt, ef þeir í tómstundum sínum hefðu iðkað
líkamsiþróttir og haldið kröftum sínum í jöfnu horfi. Að
öllu þessu, í sambandi við líkamsherðingu með böðum, er
eg viss um að Ungmennalelögin muni vinna vel í fram-
tíðinni til gagns fyrir land og lýð.
\
10. heilrœði: Hœfileg hvild og svefn.
Jafnaðarmenn hafa sett á stefnuskrá sína: 8 tíma
vinna — 8 tíma hvíld — og 8 tíma svefn.
Þetta er fagurt markmið að keppa að, og það er eng-
um vafa bundið, að innan skamms muni jafnaðarmönnum