Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 17
Göngu-Hrólfr.
17
steinssonar glumru, ívarssonar Upplendingajarls Hálfdan-
arsonar. Þessa arfsögn hefir prófessor Gustav Storm rök-
samlega varið í riti sinu: »Kritiske Bidrag til Vikinge-
tidens Historie« (I. 130—191. bls.), og sýnt fram á það,
að ýmsar Ó3amkynja sagnir hafa runnið saman í sögu Dúdós,
sem haft hefir mjög óljósar hugmyndir um heimkynni vík-
inganna og orsakirnar til víkingaferðanna, en þótt það
mestu skifta, að bera lof á jarlsættina og skreyta rit sitt
með margskonar mærð og klausturlærdómi1). Dúdó getur
auðvitað eigi annars, en að Hrólfr hafi haldið vel kristni,
«n annar frakkneskur rithöfundur (Ademar), er var sam-
tíða Dúdó (litlu yngri), telur hann hafa verið mjög bland-
inn í trúnni, þótt hann hefði látið skírast, og styrkist sú
frásögn af latneskum eftirmælum eftir Vilhjálm Rúðujarl
Hrólfsson (f 942), er segja að Vilhjálmur hafi átt ókristinn
föður, en kristna móður, og venð fæddur fyrir handan
sæ (o: Ermarsund, en Dúdó lætur hann fæðast i Normandí).
Koma síðari atriðin heim við sögn Landnámu um Kaðlínu
dóttur Göngu-Hrólfs, er átt hafi (með Bjólan konungi) Nið-
björgu, sem var hertekin á Skotlandi (nál. 930—40) og
varð móðir Osvífrs hins spaka. Eftir þeirri arfsögn virð-
ist Hrólfr hafa átt börn við kristinni konu á Skotlandi,
áður en hann fór »vestr i Valland«. Sömuleiðis hefir
Storm leitt rök að því, að annar sagnaritari Norðmenninga,
Vilhjálmur, munkur í Jumiéges (Guillelmus Gemmeticen-
sis), er ritað hefir sögu sína um 1070, fer að vísu mest eftir
riti Dúdós, það sem það nær, en virðist engan trúnað hafa
lagt á frásögn hans um upphaf oe útför Hrólfs, því að
hann sleppir öllum sögukafianum um þá hluti, og lætur
víkingana, er í Rúðuborg settust, velja Hrólf (með hlut-
kesti?) fyrir liðsforingja, en skýrir alls ekkert frá ætterni
hans né frændsemi við Danakonunga, enda gjöra önnur
frakknesk sagnarit frá 11. öld það eigi heldur, svo sem
') Kirkjusöguhöfundur Norömenninga (Ordericus Yitalis, f eftir 1141)
■gegir að Dúdó hafi samið mærðarfulla lofræðu um Rúðujarla til að
ivinna sér hylli Kíkarðs II. (sjá Norm. I. 32).
2