Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 61
Lif8skoðun Stepháns G. Stephánssonar.
61
Og svo fyrir æskunnar oftraust naitt loks
mér ellinnar vanmáttur hefndi.
Mér miklaðist land þetta, mér er það nú
sá Mólokk sem hörnin min hremdi.
Patrekur stendur eins og steini lostinn og mænir í áttina,
þangað sem drengirnir hurfu fyrir skógarbarðið. Og hann getur
naumast tára bundist. Og bergmál þessa byrgða gráts kveður við
í kvæði Stepháns eins og niðri í djúpum hyl. Hann veit það, að
hann hefir sömu söguna að segja af sér og sonum sínum, þegar
þeir vaxa. Mólokk Ameríku : auðfjandinn, hremmir þá og tortímir
þeim, áður en varir. En ættjörðin fær hvorki fó eða son. Hún
bíður hinum megin á hnettinum, þögul og fátæk, og er þó drotn-
ing í sínu ríki.
Ejærst í eilífðar útsæ
vakir eylendan þín,
nóttlaus voraldar veröld
þar sem víðsýnið skín.
Ættjörðin, heilaga landið, segir hann á öðrum stað. Þetta er
hjartsláttur heitrar tilfinningar og augnaeldur brennandi ástar, sem
er miklu meiri en svo, að orðin lýsi eða geti lýst henni til hlítar.
Fjallkonan er svo fátæk, að hún getur ekki goldið daglaun börn-
um sínum, svo að þau sóu anægð. Þau vilja hafa hátt kaup og
góðan viðurgerning og alt útilátið á hverju kvöldi, það sem unnið
er fyrir. Þau vilja ekki eiga inni hjá ókomna tímanum, hvorki
alþýða nó embættismenn, og þeir þó enn þá síður.
Stephán vill hitt:
Að reikna ei’ með árum, en öldum,
að alheimta ei daglaun að kvöldum,
þvi svo lengist mannsæfin mest.
Þetta er bæði vit og skáldskapur, Kolbeinn minn, og væri
gaman að eiga mikið af svo frumlegum vitsmunaskáldskap.
Eilifðarvonin i dáðgróðri lands,
segir höfundurinn.
Þá eru daglaunin ekki alheimt að kvöldum, þegar æfistarf ein-
staklingsins lifir og varir í framförunum og framtíðinni. En þá er
þó ekki að ræða um ódauðieik einstaklingsins, heldur er þetta svo
að skilja, að heildin lifir og blómgast. Og þó er alt á faraldsfæti;
því að sólnakerfum flæðir og fjarar. Og þá gengur líf sólkerfis
vors upp í alheimsveldið, eins og þegar samnefnari gleypir brot.