Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 90
90
TJtlendar fréttir.
>En kínversku járnbrautafélögin voru afar óánægð raeð allar þessar
stjórnarráðstafanir og var þeim harðlega mótmælt úr mörgum hér-
uðurn rikisins. En stjórnin hélt sínu máli fast fram. Yfirumsjón
allra járnbrautarmálanna fól hún merkum mauni og vel kyntum,
Tuau Fang, sem áður hafði verið varakonungur, og hann gekk
með miklum dugnaði og áhuga að starfi sínu. En misklíð reis þeg-
ar upp milli hans og ýmsra af járnbrautarfólögunum út af afhend-
ingunni til rfkisins, er þeim var mjög móti skapi, eins og áðnr er
sagt. Ut af þessu hófst svo uppreisn gegn stjórninni í hóraðinu
Szechuan, sem er eitt af stærstu og fjölmennustu hóruðunum í
Kína, með um 70 miljónir íbúa. Þjóðin var æst upp með þeim ásökun-
um á hendur Mansjúríustjórninni, að hún væri að selja landið í
hendur útlendingum; þeirra áform væri, að ná með hinu mikla
•fjármagni öllum yfirráðum í landinu. Fyrir þessari uppreisn geng-
ust ymsir helstu menn hóraðsins. Varakonungurinn sjálfur var
jafnvel grunaður um, að hann reri þar undir, En stjórnin lét hart
mæta hörðu. Hún setti varakonunginn af og annan mann sór trú-
an inn aftur í hans stað. Umsjónarmanni járnbrautarmálanna,
Tuau Fang, var falið að fara með her inn í Szechuanhéraðið og
hjálpa nýja varakonunginum á þann hátt til að kæfa þar allan
mótþróa. Þetta var í ágústmánuði í sumar.
En við þetta magnaðist uppreisnin. Þó skýrði nýi varakon-
ungurinn stjórninni í Peking svo frá, þegar liðið var fram í sept-
ember, að nú værn allar óeirðir bældar niður þar í hóraðinu. Hann
hafði þá látið taka af lifi nokkra helstu forsprakkana, þar á meðal
formann héraðsnefndarinnar. Takmark þessarar uppreisnar var sagt
það, að segja héraðið undan lögum ríkisins.
Eitthvað mánuði síðar hófst uppreisn í hóraðinu Hupe. Það
«r hér um bil í miðju kínverska ríkinu og eitt af þéttbygðustu
•hóruðunum, íbúar eitthvað um 45 miljónir. Nú var ekki aðeins
að ræða um óánægju gegn stjórninni út af járnbrautarmálinu, held-
ur var nú markmið uppreisnarmanna algerð stjórnarbylting; Man-
sjúríukeisaraættin skyldi rekast frá völdum og Kína verða lýðveldi
með líku fyrirkomulagi og Bandaríkin í Norður-Ameríku. Upptök
uppreisnarinnar voru í þrem borgum, sem allar eru við Jangtseki-
angfljótið, skamt hvor fra annari: Wutshang, Hankou og Hanjang.
Wutshang er höfuðborg í héraðinu Hupe. Allar þessar borgir, og
fleiri stórborgir, komust brátt á vald uppreisnarmanna, og upp-
•reisnin breiddist svo óðum út. Mikið af hinum nýju hersveitum,
■sem stjórnin hafði búið út, snerist í lið með uppreisnarmönnum.