Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 96
96
ísland 1911.
þessa afmælis minst með- samkomum í öllum hinum stærri kaupstöð-
um landsins, og gekst verzlunarstéttin fyrir þvi. Minnisvarði var honum
reistur í Viðey, en þar bjó Skúli allan siðari hluta æfi sinnar. Minnis-
varðinn er steindrangur á steyptum fótstalli og nafn Skúla höggvið á.
Minningarrit kom og út um Skúla, eftir Jón Jónsson sagnfræðing, og
sjóður var stofuaður, sem her nafn hans, og skal vöxtum sjóðsins varið
til styrktar islenzkum verzlunarmönnum til náms erlendis.
Lög frá alþingi á þessu ári, er staðfestingu hafa hlotið, auk fjár-
laga og landsreikningasamþyktar, eru þessi: 1. um breyting á tolllögum
fyrir Island nr. 37, 8. nóv. 1901; 2. um aukatekjur landssjóðs; 3. um erfða-
fjárskatt; 4. um vitagjald; 5. um vita, sjómerki o. fl.; 6. almenn viðskifta-
lög; 7. um úrskurðarvald sáttanefnda; 8. um eiða og drengskaparorð; 9.
um stýrimannaskólann í Eeykjavik; 10. um dánarskýrslur; 11. um sótt-
gæzluskirteini skipa; 12. um hreyting á lögum nr. 46, 16. nóv. 1907, um
laun sóknarpresta; 13. hafnarlög Eeykjavikur; 14. um breyting á gild-
andi ákvæðum um almennar auglýsingar og dómsmálaauglýsingar; 15.
um samþyktir um heyforðahúr; 16. um skoðun á sild; 17. nm breyting
á lögum nr. 57, frá 22. nóv. 1907, um vegi; 18. um afnám fóðurskyldu
svonefndra Maríu- og Péturs-lamba; 19. um hreyting á lögum um söln
kirkjujarða 16. nóv. 1907; 20. um sérstakt varnarþing í vixilmálum; 21.
um breyting á lögum 16. nóv. 1907 um skipun læknahéraða o. fl.; 22. um
lækningaleyfi; 23. um viðauka við lög 14. des. 1877, nr. 28, um ýmÍBleg
atriði, er snerta fiskiveiðar á opnum skipum, og lög 10. nóv. 1905, nr. 53,
um viðauka við nefnd lög; 24. um sölu á prestsetrinu Húsavík með
kirkjujörðinni Porvaldsstöðum; 25. nm gjöld til holræsa og gangstétta i
Eeykjavik o. fl.; 26. nm forgangsrétt kandidata frá háskóla Islands til
emhætta; 27. um verzlunarlóðina í Vestmannaeyjum; 28. um rétt kvenna
til embættisnáms, námsstyrks og embætta; 29. um sjúkrasamlög; 30. um
framlenging á friðunartima hreindýra; 31. um brúargerð á Jökulsá á
Sólheimasandi; 32. um atvinnu við vélagæzlu á islenzkum gufuskipum;
33. um viðauka við lög nr. 11, 31. júli 1907, um breyting á lögum nr.
10, 13. april 1894, um útflutningsgjald; 34. um löggilding verzlunarstaða;
35. um breyting á 3. gr. laga nr. 13, 9. júlí 1909, um heimild fyrir veð-
deild Landshankans til að gefa út 3. flokk (seriu) hankavaxtahréfa; 36.
nm viðauka við tilskipun um fiskiveiðar útlendra við Island 12. febrúar
1872, lög 27. sept. 1901 um fiskiveiðar hlutafélaga í landhelgi við ís-
land og lög 31. júlí 1907 um breyting á þeim lögum; 37. um breyting
á 20. og 29. gr. laga nr. 22, 8. okt. 1883, um hæjarstjórn á Akureyri;
38. um heimild til lántöku fyrir landsjóð; 39. um viðauka við lög um
verzlunarbækur.
Þ. G.