Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 89
Utlendar fréttir.
89
ber 1910 eins konar ráðgefandi ríkisþing, sem 300 menn fengu sœti
í. Helmingur þeirra var valinn af héraðanefndunum, en hinn helm-
ingurinn var skipaður háttstandandi embættismönnum, sem voru
sjálfkjörnir. En þótt þetta þing væri þannig samsett, kom það brátt f
ljós, að það var gjarnt til byltinga og vildi fá fram gerbreytingar
þegar í stað á mörgum svæðum. Samkomulagið fór undir eins út
um þúfur milli þess og stjórnarinnar. Hún hafði áður látið uppi,
að hún hugsaði sór að kgma á frjálslegri stjórnarskipun að níu ár-
um liðnum. Þetta taldi þingið alt of seint, og virtist vera þar
fult samkomulag um, að flyta yrði stjórnarfarsbreytingunni. Flest-
allir varakonungarnir hóldu fram þeirri skoðun. En formælandi
þeirra kenninga, sem haldið var fram um þetta af þinginu, heitir
Loci Foun, og hefir hann verið nefndur »Miraheau Kínverja«. Stjórn-
inni féll illa við þingið. Hún vildi draga alt á langinn. Svo stakk
hún upp á því til miðlunar, að stjórnarbreytingin skyldi koma
eftir þrjú ár. En þingið gerði sig ekki ánægt með það. Það sneri
sór til prinsins, stjórnandans, með kærur yfir ríkisráðinu. Þetta var
í desember 1910. Jafnframt varð mikil hreyfing, einkum meðal
stúdenta, til þess að fylgja fram kröfum þingsins, og voru prinsin-
um færð ávörp, er fluttu þær óskir, að stjórnarbreytingunni væri
flytt sem mest. En stjórnin rauf þá þingið. Og er brydda tók á
óeirðum út af þessu, lét hún forsprakkana sæta þungum refsingum,
flutti þá í útlegð að dæmi Rússa. Virtist nú svo um hríð sem hún
hefði kæft niður allan mótþróa.
Þess er áður getið, að stjórnin hafði látið sór ant um að bæta
samgöngur innan ríkisins. Hafði hún veitt ýmsum félögum, sum
um innlendum, óðrum útlendum, leyfi til járnbrautalagninga til og
frá um ríkið, einkum í miðhóruðunum, þar sem mannfjöldinn er mest-
ur. En þessi fyrirtæki gengu mjög misjaftilega, ekki síst þau, sem
innlendu félögin ráku, því þar vantaði oft bæði fé til framkvæmda
og svo verklega þekkingu. En um hluthafana i þeim fyrirtækjun-
um, sem rekin voru af útlendum félögum, var sagt, að þeir hefðu
fyrirtækiti fyrir fóþúfu. Stjórnin tók því það ráð, að taka undir
sína stjórn allar járnbrautirnar og reka þær á ríkisins kostnað. En
til þess að geta framkvæmt það, þurfti hún aðstoð utan að frá,
bæði fjárlán og svo vana menu til að stjórna öllu saman. Hún
gerði þá samninga við enska, ameríska, þýzka og franska auðmenn
um fjárlán til járnbrautarekstursins með veði í járnbrautunum, og
jafnframt var þeim gefinn róttur til þess að hafa hönd í bagga með
stjórn þeirra og lagningu nýrra brauta. Þetta var siðastliðið vor.