Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 82
82
Utlendar fréttir.
Miklu sunnar á vesturströnd Afríku hafa bæði Frakkar, Þjóð-
verjar, Englendingar og Spánverjar kastað eign sinni á stór land-
flæmi, sem enri eru lítið kunn. Nú varð það að sættum, að Frakk-
ar höfðu þar landaskifti við Þjóðverja og lótu þeim þar eftir stór
lönd meðfram takmörkum Kamerúns og auk þess tvo landskika
meðfram Kongofljótinu og Uhangfljótinu, sem mjög greiða Þjóð-
verjum veg þar inn í landið, þótt ekki séu þeir stórir. Frakkar fengu
aftur hjá Þjóðverjum landtungu milli Lagone og Charifljótsins.
Talið er, að land það, sem Þjóðverjar fengu þarna, sé 230—250
þús. ferkílómetrar, en hitt, sem Frakkar fengu í móti, 14 þús.
ferkílómetrar. En svo lítt kunn eru þessi landsvæði, að nákvæm
takmörk eru þar ekki. Þjóðverjar 1/stu því aftur á móti yfir í
samningnum, að þeir hefðu ekkert á móti því, að Frakkar tækju
sér verndarrétt yfir Marokkó, ef þeir teldu sór það nauðsynlegt,
og þar með náðu Frakkar því, sem hjá þeim var aðalatriðið. Svo
voru ýms ákvæði sett um verzlunarfrelsi frá beggja hálfu og um
væntanleg samgöngufæri í löndum beggja í Afríku. Frakkar eiga
að koma því til leiðar, að höfnin í Agadir verði öllum þjóðum opin
til verzlunar. Þrætur, sem rísa kunna út af samningnum, eiga að
útkljást fyrir gerðardómi.
Mikill kur reis þegar út af þessum samningum meðal Þjóð-
verja. Fyrst og fremst var nýlendumálaráðherra þeirra, Lindekvist
svo óánægður með þá, að hann sagði af sór, en samningunum höfðu
ráðið utanríkismálaráðherrann og rfkiskanzlarinn, Bethmann-Hollweg.
Samningarnir voru teknir til umræðu í þýzka ríkisþinginu 9. nóv.
og stóðu þær umræður í tvo daga. Gerðu margir þar skarpar
árásir á stjórnina, brugðu henni um staðfestuleysi og að hún hefði
látið bugast fyrir hótunum Englendinga, en umhugsunarleysi og
flasfengni í þvf, er hún sendi herskipið til Agadir og vakti með
því deilumálið. Kanzlarinn mótmælti þessu, taldi samninginn
góðan, þar sem Þjóðverjar hefðu með honum eignast stór land-
flæmi í Afríku, og líka taldi hann það öllum hamingju, að losna
við ófrið, og mjög heppilegt, að leyst hefði verið úr svo stóru og
heitu deilumáli við nábúann að vestan á friðsamlegan hátt. Mjög
mikla eftirtekt vakti það, að meðan á þessum umræðum stóð var
Vilhjálmur krónprinz við, í áheyrendastofu keisarafólksins, og lót
óspart í ljósi, að hann væri á móti kanzlaranum, en samdóma
þeim, sem harðast víttu gerðir stjórnarinnar.
Enska stjórnin var ekki ánægð með skýrslu þá, sem gefin
hafði verið um málið í þýzka þinginu, og gaf svo skýrslu ur»