Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 94

Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 94
Island 1911. 94 staklega með fundarsamkomu 17. júni, útgáfu bréfa hans og minningar- rits um hann, er ýmsir menn, sem þektu hann og mundu, hafa skrifað. Háskóli íslands ték til starfa 1. október og fékk húsnæði i Alþingis- húsinu, þar sem áður var Landsbókasafnið. Hann er í fjórum deildum: heimspekisdeild, guðfræðisdeild, lagadeild og læknadeild. Við þetta hefir svo verið bætt kenslu i frönsku. Björn M. Olsen, prófessor í norrænn, var valinn rektor háskólans. Iðnsýningunni var haldið opinni í nokkrar vikur frá 17. júní, og má hún teljast merkisviðburður, því svo var hún vel úr garði gerð. Bæði hannyrðir, smiðisgripir og ýmislegur iðnaður, sem þar var til sýnis, þar á meðal skólaiðnaður, vakti almenna eftirtekt, er telja má víst, að hafi góð áhrif. Sýningin var haldin i barnaskólahúsinu. Porstöðumaður hennar og aðalhvatamaður að sýningarhaldinu var Jón Halldórsson tré- smíðameistari í Reykjavík. Ungmennafélagsskapurinn er á síðustu árum orðinn hreyfing i land- inu, sem mikið kveður að. Uti um allar sveitir eru nú stofnuð Ung- mennafélög, sem standa i innbyrðis sambandi og lúta sameiginlegri aðalstjórn. Hreyfingin er komin frá nágrannalöndunum. Þessi félags- skapur hefir fyrst og fremst vakið áhuga á líkamsiþróttum, svo að nú eru iþróttasýningar farnar að tíðkast til og frá um land, kappglimur, kappsund o s. frv. Hefir þessi félagsskapur áður komið upp snndskála hér við Skerjafjörðinn, og í sumar íþróttavelli á Skildinganessmelunum hér sunnan og vestan við bæinn. Þar var haldið fyrsta islenzka íþrótta- mótið i sumar, og var þangað mikil aðsókn áhorfenda og vel látið yfir. A flinu islenzka bókmentafélagi hefir orðið sú breyting á þessu ári, að Hafnardeildin hefir verið lögð niður og hefir skilað eignum sínum í hendur Reykjavíkurdeildinni. Hefir þessi breyting lengi verið i undir- búningi og vakið nokkurt missætti innan félagsins, en nú lauk þeirri þrætu með fullri sátt og samlyndi. Voru um leið gerðar þær breytingar á félagslögunum, að stjórn þoss skal kosin af öllum félagsmönnum, hvar sem þeir eru búsettir, en áður höfðu aðalfundirnir i Reykjavík og Khöfn ráðið þar einir um, hvor í sinni deild. Stórmál hefir verið tekið til meðferðar á þessu ári, þar sem er hafnargerðin i Reykjavik. Norskur verkfræðingur, G. Smith, yfirum- sjónarmaður hafnamála i Noregi, var fenginn hingað fyrir nokkrum ár- um til þess að gera áætlun um, hve dýrt yrði að byggja höfn í Reykjavik, og taldi hann kostnaðinn mundu verða 1,600,000 kr. Fjórða hluta þess fjár veitti siðasta alþing úr landssjóði, en að öðru leyti annast Reykja- vikurbær hafnargerðina. Það er nú ráðið, að höfnin skuli bygð, og lán fengið til fyrirtækisins hjá hönkunum hér og i Khöfn. 17. júni var vígð ný brú á Norðurá í Mýrasýslu, og steinsteypuhrú var gerð á Hölkná i Þistilfirði í sumar. I ár var og lokið við Fagra- dalsbrautina og er hún þegar mikið notuð. Sæsimi var lagður í sumar milli Vestmannaeyja og lands, svo að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.