Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 94
Island 1911.
94
staklega með fundarsamkomu 17. júni, útgáfu bréfa hans og minningar-
rits um hann, er ýmsir menn, sem þektu hann og mundu, hafa skrifað.
Háskóli íslands ték til starfa 1. október og fékk húsnæði i Alþingis-
húsinu, þar sem áður var Landsbókasafnið. Hann er í fjórum deildum:
heimspekisdeild, guðfræðisdeild, lagadeild og læknadeild. Við þetta hefir
svo verið bætt kenslu i frönsku. Björn M. Olsen, prófessor í norrænn,
var valinn rektor háskólans.
Iðnsýningunni var haldið opinni í nokkrar vikur frá 17. júní, og
má hún teljast merkisviðburður, því svo var hún vel úr garði gerð.
Bæði hannyrðir, smiðisgripir og ýmislegur iðnaður, sem þar var til sýnis,
þar á meðal skólaiðnaður, vakti almenna eftirtekt, er telja má víst, að
hafi góð áhrif. Sýningin var haldin i barnaskólahúsinu. Porstöðumaður
hennar og aðalhvatamaður að sýningarhaldinu var Jón Halldórsson tré-
smíðameistari í Reykjavík.
Ungmennafélagsskapurinn er á síðustu árum orðinn hreyfing i land-
inu, sem mikið kveður að. Uti um allar sveitir eru nú stofnuð Ung-
mennafélög, sem standa i innbyrðis sambandi og lúta sameiginlegri
aðalstjórn. Hreyfingin er komin frá nágrannalöndunum. Þessi félags-
skapur hefir fyrst og fremst vakið áhuga á líkamsiþróttum, svo að nú
eru iþróttasýningar farnar að tíðkast til og frá um land, kappglimur,
kappsund o s. frv. Hefir þessi félagsskapur áður komið upp snndskála
hér við Skerjafjörðinn, og í sumar íþróttavelli á Skildinganessmelunum
hér sunnan og vestan við bæinn. Þar var haldið fyrsta islenzka íþrótta-
mótið i sumar, og var þangað mikil aðsókn áhorfenda og vel látið yfir.
A flinu islenzka bókmentafélagi hefir orðið sú breyting á þessu ári,
að Hafnardeildin hefir verið lögð niður og hefir skilað eignum sínum í
hendur Reykjavíkurdeildinni. Hefir þessi breyting lengi verið i undir-
búningi og vakið nokkurt missætti innan félagsins, en nú lauk þeirri
þrætu með fullri sátt og samlyndi. Voru um leið gerðar þær breytingar
á félagslögunum, að stjórn þoss skal kosin af öllum félagsmönnum, hvar
sem þeir eru búsettir, en áður höfðu aðalfundirnir i Reykjavík og Khöfn
ráðið þar einir um, hvor í sinni deild.
Stórmál hefir verið tekið til meðferðar á þessu ári, þar sem er
hafnargerðin i Reykjavik. Norskur verkfræðingur, G. Smith, yfirum-
sjónarmaður hafnamála i Noregi, var fenginn hingað fyrir nokkrum ár-
um til þess að gera áætlun um, hve dýrt yrði að byggja höfn í Reykjavik,
og taldi hann kostnaðinn mundu verða 1,600,000 kr. Fjórða hluta þess
fjár veitti siðasta alþing úr landssjóði, en að öðru leyti annast Reykja-
vikurbær hafnargerðina. Það er nú ráðið, að höfnin skuli bygð, og lán
fengið til fyrirtækisins hjá hönkunum hér og i Khöfn.
17. júni var vígð ný brú á Norðurá í Mýrasýslu, og steinsteypuhrú
var gerð á Hölkná i Þistilfirði í sumar. I ár var og lokið við Fagra-
dalsbrautina og er hún þegar mikið notuð.
Sæsimi var lagður í sumar milli Vestmannaeyja og lands, svo að