Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 1
Listin að lengja lífið.
Eyrirlestur lialdinn á Akureyri, af Steingrími Matthiassyni.
Framh.
7. heilrœði: Hœfilegur hiti.
Þess var getið hér að framan, að við brenslu nær-
ingarinnar í líkamanum framleiðist stöðugt hiti og þessi
hiti breytist í margskonar starfsmagn í líffærum líkamans,
en líkaminn mundi hitna um of, ef ekki mikið af hitan-
um gæti jafnóðum geislað burt og horfið út í loftið. Það
er eitt af lífsskilyrðum vorum, að blóðhitinn haldist nokk-
urn veginn jafn, eða kringum 37° Celsíus. Hitaframleiðsla
og hitaeyðsla likamans verða að haldast i hendur til þess
að þessi jafni blóðhiti geti haldist. Meðan þetta jafnvægi
helzt, líður okkur vel og okkur er þægilega heitt. Nú
kann líkaminn — okkur ósjálfrátt — ráð til þess að við-
halda þessu jafnvægi. Aukist framleiðslan, eins og t. d.
við mikla áreynslu, þá eykst líka hitaeyðslan að sama
skapi. Andardrátturinn verður dýpri og tíðari, en við það
kólnar blóðið, sem stöðugt streymir stríðum straumi gegn-
um lungun; í öðru lagi svitnar maður og svitinn gufar
upp, en við uppgufun svitans eyðist mikill hiti frá hörund-
inu, svo það kólnar líka. Ennfremur geta hörundsæðarn-
ar slappast og orðið blóðfyllri en ella, hörundið roðnar,
og við það getur blóðið kólnað.
En aukist hitaeyðslan, eins og t. d. ef vór komum
naktir út í mikinn kulda, þá tekur fyrir svita og aðra út-
gufun, andardrátturinn verður hægri og hörundsæðarnar
kiprast saman við samdrátt hólkmyndaðra vöðva í veggj-
um þeirra, svo hörundið hvítnar, verður blóðlítið og hlevp-
ir litlum hita burt.
1