Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 46
46
Lífsskoðun Stepháns Q-. Stephánssonar.
finningaskáld lítið. Vitið er að sjálfsögðu þuuglamalegra heldur
en tilfinningarnar.
Hann er í öðru lagi njyrðasmiður svo mikill, að hann yrkir
nærri því á nýju tungumáli, og er það eitt ærið efni til þess, að
hrinda alþýðu manna frá honum, sem varla skilur nýyrðin.
I þriðja lagi eru skoðanir Stepháns andvígar ýmsum erfða-
kenningum, sem venjan hefir löghelgað. Úr skoðunum höfundarins
er Hfsskoðunin samansett. Hún er kjarni þeirra samandregin og
soðin niður í svo litla íyrirferð sem hægt er að gera. En hún
hefir aðdrætti af himni og jörð.
Eg ætla í þessu máli að rannsaka lífsskoðun Stepháns G.
Stephánssonar. Hún er vlðtækari heldur en lífsskoðanir annara
skálda vorra, og stendur á fleiri fótum í nútíðinni.
Nú kynni einhver að spyrja á þessa leið:
Hvað er lífsskoðun?
Lífsskoðun er skoðun mannsins á Hfinu og tilverunni: upphafi
þess og enda, tilgangi, gildi og ákvörðun. Hún vísar manninum
til sætis í höll lífsins og vísar honum veginn, sem hann á að fara.
Lífsskoðun Bkálda vorra hefir verið með ýmsu móti og næsta
sundurleit á yfirborðinu. En flestöll skáldin hafa þó hallast á þá
sveifina, að meta manninn og mennina til eilífðarverðs og sálu-
hjálpargildis.
Hvort Búddha þessi, Hóraz’ hinn
hallaðist kenning að,
þriðji kendur við Kóraninn,
kemnr i sama stað,
segir Grímur gamli, — ef hann elskar sannleikann. Þarna sór lífs-
skoðun hans. Karlmenskan mótar lífsskoðun Bjarna Thórarensens,
ástin á fegurðinni gefur lífsskoðunum Jónasar og Steingríms byr
undir báða vængi. Það er lífsskoðun Bólu-Hjálmars, að fógirndin
dragi hvern mann niður fyrir allar hellur, en fátæktin ljúki upp
hliðum guðanna. Þorsteinn trúir á frelsið. Hannes trúir á æsku-
gleðina. Einar Benediktsson dáist að einhverju, sem ekki verða
festar hendur á nó sjónum leitt. Matthías trúir á »sigur þess
góða«. Þetta eru Hfsskoðanir þessara skálda. Einar Hjörleifsson
ber »sannleikann og róttlætið« á vörunum, og eru þau hjónaleysi
fögur á að líta.
Skoðanir skáldanna koma að sjálfsögðu misjafnlega í ljós, eftir
því hvaða yrkisefni þau velja sór til meðferðar. Aldurshæð skáld-
anna hefir einnig áhrif á og vald yfir skoðunum þeirra. Lifsskoð-