Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 57
Lifsskoðun Stepháns G. Stephanssonar. 5T
líft líf, ef þeir auka grasrótina á landinu og koma tveim stráunv
til að spretta, þar sem eitt var áður, eða ekkert.
Þessi sáluhjálparvon er enn þá betur framsett í þessum hend-
ingum:
Heildinni lifðu og líddu í,
svo lifirðu þótt ’ú deyir.
Það er einkum mælt til þess manns, sem hefir hæfileika til að
vera undir merkjum í einhverju fylkingar brjósti, þar sem barist
er um stórmálin. Það er ekki allra meðfæri, að standa < þeim
sporum. En hitt geta allir gert, sem vilja, að vinna að umbótum föð-
urlandsins með höndum sínum. Allir geta haft með höndum bæn
vinnunnar — heitustu bænina, sem til er, að dómi höfundarins.
Sæla reynast sönn á storð
sú mun ein — að gróa,
láta sór fara fram, vaxa og springa út. Þeir geta munað fífil sinn
fagran, sem það hafa lifað, þegar kvölda tekur og á daginn líður.
Hitt er verra, að hafa aldrei verið fífill, en verða þó bifukolla.
Kærleikur Stepháns til vinnunnar, sem er orðinn honum að
trúarbragðaígildi, er vafalaust runninn af þeim rótum, að hann er
landnemi í Vesturheimi. Þar hefir auðvaldið ginið yfir iðjulyðnum
og drotnað með harðri hendi. Auðmennirnir iðjulausu hafa sölsað
undir sig vinnuarðinn og tekið jörðina ránshendi. Sumir þessara
gróðaseggja gera sig gjaldþrota, til að græða fé á uppgerðar koll-
hnísum sjálfra si'n; þvi að þeir stinga í barm sinn fjármunum,
sem þeir draga undan. Þetta er stórgróðabragð stórþjófanna. En
samtaka-fósyslumenn mynda hringi og hvirfinga til fjárbragða og
taka á þann hátt strandhögg og ræna bygðirnar, þótt öðruvísi só að
farið, en að fornu fari, þegar víkingarnir vóru á ferðinni. Hinsvegar
eru stjórnmálamennirnir á báðum buxunum og trúboðar skrum-
skældir í framan. Og baðir þeir flokkar halla sannleikanum og eru
blásnir út af skrökmálum.
Hver skoðun af flokksdrætti höll,
segir skaldið.
Og stórgróðans aðferð mér strandhöggsleg finst
og stelvfsleg gjaldþrotin öll.
Þetta er hinn rangláti mammon og rangfengni, konungur og
hertogi og átrúnaðargoð. Hann er einvaldur í Vesturheimi, að sögn.
Iðjumennirnir standa á móti þessum fjanda og eru róttlátir
menn í samanburði við hann. En laun þeirra eru 1/til og van-
goldin.