Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 42
42
Steinbiturinn.
Páll horfði blóðugum augum yfir til Jónasar, og
gleymdi sér alveg um stund. Og í hugsunarleysi óð hann
með bera flngurnar ofan í kok á steinbítnum til þess að
losa öngulinn.
Hvað haldið þið að steinbíturinn hafi gert?
Hann gerði það sem inst lá í steinbítseðlinu. — Hann
beit saman kjaftinum.
Páll rak upp hljóð af sársauka og gremju. En stein-
bíturinn lét það ekki á sig fá. Með allri þeirri eld-hörku,
sem til getur verið í dauðvona steinbítssál, níddi hann
saman kjaftinum og læsti vígtönnum inn í hendina á Páli.
Augun sindruðu af grimd, skrokkurinn stóð stífur af afli
-og hausinn virtist allur verða að einum naglbít.
Páll lamdi steinbitnum við borðstokkinn í sárustu
■örvæntingu, til að losa sig, en það tókst ekki. Blóðið úr
hendinni á honum var farið að laga út um kjaftvikin á
steinbítnum.
Eg hafði nýlega verið að skæla. En nú átti eg þó
bágt, með að verjast hlátri.
Og þó kendi eg í brjósti um Pál.
Loks gat Páll opnað kjaftinn á steinbítnum og losað
fingurna. Síðan sleit hann steinbítinn af önglinum, fleygði
honum á fótpallinn í bátnum og trampaði ofan á hann
með hælnum, svo að hausinn á honum varð að kássu.
------En Páll var þó orðinn að enn þá meiri kássu
sjálfur. Aldrei hefl eg séð mann jafn-gjöreyðilagðan.
Sjálfsagt hefir hann aldrei a æfi sinni lifað þyngri
stund. Að sjá mann sökk-hlaða af vænum afla rétt við
borðstokkinn hjá sér, og fá ekkert sjálfur. Það reynir á
geðprýði manna., sem mjúklyndari eru en Páll. Og svo
var þessi maður argasti fjandmaður hans, sem ekkert
tækifæri mundi láta ónotað til að minna hann á þessa
sneypulegu fýluferð.
Og í stað þess að gefa honum afla, sendir skaparinn
þennan--------þennan andskota á lóðina hans honum til
enn þá meiri kvalar og skapraunar, og loks til að bíta
hann — ofan á alt annað.