Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1912, Síða 42

Skírnir - 01.01.1912, Síða 42
42 Steinbiturinn. Páll horfði blóðugum augum yfir til Jónasar, og gleymdi sér alveg um stund. Og í hugsunarleysi óð hann með bera flngurnar ofan í kok á steinbítnum til þess að losa öngulinn. Hvað haldið þið að steinbíturinn hafi gert? Hann gerði það sem inst lá í steinbítseðlinu. — Hann beit saman kjaftinum. Páll rak upp hljóð af sársauka og gremju. En stein- bíturinn lét það ekki á sig fá. Með allri þeirri eld-hörku, sem til getur verið í dauðvona steinbítssál, níddi hann saman kjaftinum og læsti vígtönnum inn í hendina á Páli. Augun sindruðu af grimd, skrokkurinn stóð stífur af afli -og hausinn virtist allur verða að einum naglbít. Páll lamdi steinbitnum við borðstokkinn í sárustu ■örvæntingu, til að losa sig, en það tókst ekki. Blóðið úr hendinni á honum var farið að laga út um kjaftvikin á steinbítnum. Eg hafði nýlega verið að skæla. En nú átti eg þó bágt, með að verjast hlátri. Og þó kendi eg í brjósti um Pál. Loks gat Páll opnað kjaftinn á steinbítnum og losað fingurna. Síðan sleit hann steinbítinn af önglinum, fleygði honum á fótpallinn í bátnum og trampaði ofan á hann með hælnum, svo að hausinn á honum varð að kássu. ------En Páll var þó orðinn að enn þá meiri kássu sjálfur. Aldrei hefl eg séð mann jafn-gjöreyðilagðan. Sjálfsagt hefir hann aldrei a æfi sinni lifað þyngri stund. Að sjá mann sökk-hlaða af vænum afla rétt við borðstokkinn hjá sér, og fá ekkert sjálfur. Það reynir á geðprýði manna., sem mjúklyndari eru en Páll. Og svo var þessi maður argasti fjandmaður hans, sem ekkert tækifæri mundi láta ónotað til að minna hann á þessa sneypulegu fýluferð. Og í stað þess að gefa honum afla, sendir skaparinn þennan--------þennan andskota á lóðina hans honum til enn þá meiri kvalar og skapraunar, og loks til að bíta hann — ofan á alt annað.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.