Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 2

Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 2
2 Listin að lengja lífið. Þetta eru ráðin sem líkaminn hefir til að halda jöfn- um hita á sér, en þau eru ekki einhlít þegar til lengdar lætur, hvorki til að verjast mjög miklum kulda né hita. Við þolum vel að standa allsnakin stutta stund í töluverðu frosti og sömuleiðis í afskaplegum hita — máske yfir 100(> þurra hita, en að eins stutta stund. Til eru þó þeir menn, sem þola þetta betur en fjöldinn. Þeir hafa vanið sig við, hert líkamann gegn hita og kulda. Það er einungis suður við miðjarðarlínu, að mann- eskjurnar þoia að ganga naktar. Þar eru hitabreyting- arnar ekki meiri en svo, að líkaminn getur neytt sinna ráða til að halda hitaframleiðslu og hitaeyðslu sinni í jafn- vægi. Annars staðar á hnettinum geta menn óvíða komist af klæðlausir. Svo er talið, að ef loftið kólnar ekki niður úr 27° C, geti blóðhitinn haldist í jafnvægi og líkaminn þoli við fyrir kulda klæðalaus. Hins vegar má hitinn ekki stíga mikið fram úr 37° C, því þá fer að verða ofmikið af svo góðu. Svitinn getur þó lengi hjálpað. Til þess að verjast þeim hitabreytingum, sem líkaminn sjálfur er ekki einfær um að þola sér að skaðlausu, höfum vér klæðnaðinn og klæðum okkur misjafnlega skjólgóðum fötum eftir veðráttu og árstíðum. Með því að venja sig við kulda, má komast af án margra fiíka, sem fólk er annars vant að klæðast í. Mætti með því spara stórfé og um leið tryggja sér betri heilsu. Því miður er vaninn sá, að dúða sig of heitt. Við þetta fær hörundið svo sjaldan tækifæri á að neyta sinna upp- runalegu ráða, og missir Tyrir það hæfileikann að geta varist kuldanum. Þeir sem frá barnsaldri hafa vanist of miklum hita, verða ætíð kulsælir. Víðast hvar eru börn- in vanin á mikinn hita, en engan kulda. Þau eru reifuð ótal reifum, og breitt yfir höfuð á þeitn þykkum sængum og rekkjuvoðum. Ur heitu vatni eru þau lauguð og var- ast að láta kaldan gust koma að þeim. Svona meðferð leiðir til þess, að börnin verða mjög viðkvæm gegn öllum kuldaáhrifum og þola ekki að neitt blási á móti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.