Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 41
Steinbiturinn.
41
sjóvetlinginn sinn, dýfði honum ofan í sjóinn og slengdi
honum af afli beint framan i mig.
Húfan fauk af mér við höggið og ískaldur sjórinn
streymdi ofan með berum hálsinum á mér, undir fötunum.
Eg fór að gráta, en slepti þó ekki árunum, heldur reyndi
að þurka framan úr mér sjóinn og tárin á erminni minni.
Eg grét af gremju yflr jafn-hrópandi ranglæti, og mér
var sýnt. Það vissi guð, að eg gerði það sem eg gat, þó
að það hrykki ekki til. Og eg bað þess í huganum, að
hann fengi að sjá þetta sjálfur.
Rétt á eftir hægði Páll á sér. Hann var þá kominn
svo nálægt bát Jónasar, að hann hlaut að sjá það, að'
Jónas dró ekki hans lóð. Enda var það ólíkt Jónasi.
í sömu svipan kom s t e i n b í t u r1) upp á lóðinni
hjá Páli.
Það var oíurlítið yrðlings-grey, ekki nema svo sem
12—18 þumlungar með hausi og sporði, en hann var
sprækur og vel lifandi.
Páll leit illilega og fyrirlitlega á þennan óboðna
ódrátt. Var nú ekki aflaleysið nóg? Þurfti nú þetta
endemis-kvikindi að koma upp úr sjónum til að ergja
hann? Og það einmitt þetta sjókvindi, sem hann var
uppnefndur eftir og ertur á.
Steinbíturinn hafði gleypt beituna af mestu græðgi
og ekki orðið öngulsins var fyr en hún var komin ofan
í kútmaga. Síðan hafði hann verið að berjast við að æla
henni upp. Og enn gapti hann vígtentu gininu af öllum
kröftum.
Páll gerði nokkra snarpa rykki til þess að hrista
steinbíts-yrðlinginn af lóðinni, en hann fór ekki og taum-
urinn slitnaði ekki heldur. Hann varð að taka á honum
með höndunum.
I því bili hampaði Jónas í Naustavík feitri, stórri ýsu
á goggnum hjá sér til þess að storka Páli. Mér er sem
eg heyri þau gleðilæti yfir í bát Jónasar, hefðu drengirnir
þá vitað, hvað Páll var með í höndunum.
*) Anarrhichas lupns (Linné).