Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 59
Lifsskoðnn Stepháns G. Stephánssonar.
59
Um okurkarl og aura söfn Og sama og hans er snmra mein
hans orð ei voru gælunöfn. og sama þeirra dauðakvein;
Hann kendi að mannást heit og hrein i smáum hrotum byrjað fá
til himins væri leiðin ein. á hlessun lands, og hverfa frá:
Og hókstafs þræl og kreddu klerk
hann kærði fyrir myrkraverk,
sem þrá ei’ ljós né andans auð,
en yfirráð og stærra hranð. — —
En alftaf getur góða menn,
og guðspjöll eru rituð enn.
Hvert lif er jafnt að eðli og ætt,
sem eitthvað hefir veröld hætt.
0g löndin eiga mikla menn,
og menningin sér kemur enn
og geislar andans allir sér
i einnar sálar brennigler.
E>á hugraun líður hetja sú,
sem hreinsa vildi siði og trú,
en deyr sem andstygð almúgans
i útskúfun sins föðurlands.
Og þjóðskörungur höl það her
á hanadægri, er þreyttur sér
að fólk hans gjörvalt sveik sig sjálft
og sættum tók við minna en hálft.
Og skáldið hreppir hlutverk það,
sem hversdagsllfið þrengir að,
sem hnígur undir önn og töf
með öll sin heztu ljóð í gröf.
Og sjálfur hóndinn veit það vel,
sem vildi græða blásinn mel,
en hnigur svo, að séð ei fær
að sveitin af hans vinnu grær.
Skoðanirnar sem þetta kvœði flytur, eru bornar fram í nafni
Krists.
Höfundurinn lætur í veðri vaka, að þetta sé lífsskoðun meist-
arans. Það mun þó sönnu nær, að þetta só lífsskoðun höf. sjálfs,
það sem hún nær. Trúin á föðurinn er rauði þráðurinn í kenn-
ingu Krists. Hún er ekki nefnd í þessu kvæði. Þó er þetta
kvæði mesta gull, snildarlegt og fult af speki og mannúð.
Það er einkennilegt, hvernig höf. botnar kvæðið: lætur það
enda hjá bóndanum og gista hjá gróðrinum. Þar finst honum enn
sem fyrri lífið sannast og bezt.
Elskar hann sjálfan sig svona mikið ? Togar hann hönk bónd-
ans svona fast af því að hann er sjálfur bóndi? Gerir hann gróðr-
inum svona hátt undir höfði, af því að bóndinn ræktar gróðurinn?
Því fer fjani. Hann elskar það líf, sem mesturu mannkostum
orkar og beztum dáðgróðri. En þesS vegna hatar hann myrkraþræl
og kredduklerk, að þeir fjölga
múruðum gröfum dauðra sálna.
Lækurinn vinnur annað starf og æðra, þótt hann só hversdags-
gæfur og lítill, nema í vorleysingum, og renni sjálfala úti á víða-
vangi.