Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1912, Side 56

Skírnir - 01.01.1912, Side 56
56 Lifsskoðun Stepháns G. Stephánssonar. Það er furða, hve lítil orsök er til sumra kvæða Stepháns, Kvæðið: „Lyng frá auðum æskustöðvnm“ er til sanninda um það. Granni minn, Sigurður í Garði, fór um vortíma fram á Mjóadal; hann er fram af Bárðardal og er nú í eyði. Þar var Stephán á unglingsaldri sínum að heimilisfangi, og þaðan er húsfreyja hans, ef eg man rétt. Sigurður greip upp beitilyngskló í dalnum, og sendi lyngtætluna vestur að Klettafjöll- um, og skyldi hún verða gróðursett þar í Bragalundi. Klóin kom vestur, þegar vetur var genginn í garð. Og þá yrkir Stephán kvæðið og er vetrarbragur á vísunum, en skáldskaparbragð er að þessu og er kvæðið stirt og stórskorið. Er miðsvetrar snjóþögn að sveit hafði sett með svefnfjötra úr langnætti undna, en fjölkvæður lækur og flaumur við klett lá frosinn með tunguna bundna, og lagstur var hugur i harðinda kör, en hendingar kólnaðar gödduðu’ á vör. Þá kom beitilyngsklóin, o. s. frv. Eg get ekki stilt mig um að geta þess hór, þótt það komi ekki málinu við beinlínis, að lítil von er til þess, að íslenzku skáld- in syngi sól og sumar inn í hugskot þjóðarinnar, meðan högum þeirra er þannig háttað, að þau hafa engan tfma til að yrkja nema um hávetur, og helzt þegar illvært er úti fyrir óveðrum. Upp- hafið á þessu kvæði ber vott um það. Þessi orð eru fögur að vísu, snjóþögn og svefnfjötrar eru stórfögur orð. En þau eru fögur á þann hátt, sem ískrystallar eru fagrir. Þetta eru frostrósir feigðar- kulda, harmahlátrar og helblómstur. Meðau skáldin eru svo að segja stafkarlar í hálmi í höll Snæs konungs, geta þau naumast miðlað náungum sínum birtu og hlýindum. Þetta var nú útúrdúr. En um kvæðið sjálft er það að segja, að það felur í sér framtíðarvon skáldsins um ókominn gróanda og framfaraviðgang, þegar auðnirnar, sem nú blása upp, taka til að hyldgast og gróa. Þá byggir upp einyrkinn eyðilönd sin og erfðaféð berst svo frá honum; og það verður fjarlægðar fegurðarsýn og farsæla hrept og í vonum. Því ættjarðarframför er eilífðin hans og ódauðleiksvonin í dáðgróðri lands. Með þessu móti geta allir menn orðið sáluhólpnir, eignast ei-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.