Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 43
Steinbiturinn.
43
Hafl Páll gert mörgum manni órétt, sem vel getur
verið, þá leið hann að minsta kosti ákaflega þessa stund-
ina. Og það var ekki undan órétti nokkurs manns; það
var það versta. Hann átti enga von um að geta hefnt sín.
Hann byrjaði að draga lóðina, þó að blóðið drypi
stöðugt úr hendinni á honum. En það setti að honum
ákafan grát.
Hann grét — með krampakendri ákefð. Hann reyndi
fyrst að leyna mig því, en gat það ekki.
Alt í einu svifti hann lóðinni sundur milli handa sinna,
þeytti endanum út í sjóinn, settist niður og hálf-andvarp-
aði til mín:
»Róðu í land«.
»Þú mátt fara heim til þín, skinnið mitt«, sagði hann
við mig nokkrum dögum seinna. Þá var komin igerð í
steinbítsbitið, svo að hann var handlama.
»Eg þarf þin ekki með lengur«, bætti hann við þung-
lyndislega. »Það er ekki til neins fyrir mig að fara á
flot; eg fæ ekki bein úr sjó framar. Það er bölvun og
fordæming yfir mér og veiðarfærum mínum. Getur verið,
að mér sé það sjálfum að kenna; eg hafi unnið til þess.
En eg fer aldrei á sjó framar. Enda á eg líklega skamt
eftir ólifað. Mér hefir sagt fyrir, fyrst eg komst ekki á
fætur á undan Jónasi í Naustavík. — Heilsaðu pabba þín-
um og segðu, að hann megi sækja hlutinn þinn þegar
hann vill. Og hérna, skinnið mitt, eru 20 krónur fyrir
það, að eg var vondur við þig. Eg veit, að þú gast ekki
gert betur. Þær áttu að eiga sjálfur. Vertu nú sæll!«