Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1912, Side 70

Skírnir - 01.01.1912, Side 70
70 Ritfregnir. vitaudi, og reynir því að breiða sem best yfir aðraksturinn og tryggja sór tiltrú. f>á tilhugsun gat hann ekki þolað, að riti sínu yrði skipað á bekk með lygisögum. Þess vegna smeygir hann ofboð kænlega inn í hér og þar athugasemdum, sem miða að því að vekja tiltrú, tildrar sem haganlegast til sagnafróðleik sínum, gætir vand- lega samræmis við aðrar sögur og við tímatal Ara. í þessu eiga þær flestar rót sína útúrdúra-athugasemdirnar, sem menn hafa talið innskot, fyrst og fremst heimfærslan til Ara fróða. Sömuleið- is skírskotun höf. til erfidrápu um Gunnlaug eftir Þórð Kolbeins- son — erfidrápu sem aldrei hefur verið til. Yfir höfuð lítur próf. Ólsen svo á og færir að því rík rök, að innskotsgreinirnar svo- nefndu séu upphaflegar í sögunni; Stokkhólmshdr. só eldra og betra, hitt stytt af ásettu ráði. Hann bendir á margar sams konar athuga- semdir og orðtök — fróðleiksmola og gífuryrði —, er standa í báð- um hdr. og verður ekki á burtu svift, nema sár sjái eftir; alt slíkt verði að standa og falla hvað með öðru. Um aldur sögunnar kemst próf. Ólsen að lokum að þeirri niðurstöðu, að fyrir 1250 só hún ekki til orðin, og líklega ekki fyr en um 1300. Ræður hann það sumpart af aldri þeirra heim- ildarrita, sem höf. hefur stuðst við, og sumpart af stílshættinum og »romantik« sögunnar. Stíllinn só ótvírætt í ætt við riddarasög- urnar elstu. Areiðanlegt heimildarrit geti sagan því ekki talist,— að listagildinu ólöstuðu. Sjálfsagt kunna þeir menn illa þessum dómi próf. Ólsens, sem telja ættarsögunum okkar það helst til gildis, hversu sannar þær séu í sögulegum skilningi. En það er einmitt listin, sem er höfuð- prýði þeirra. Um sögulegu santiindin skytur vitanlega í yms horn eftir atvikum. Enda skiftir það í rauninni ekki mestu máli, þegar Öllu er á botninn hvolft, hvort allir atburðir sögunnar hafi orðið einmitt á þann hátt, sem frásögnin greinir; heldur hitt, að þeir sóu í fullu samræmi við eðli og atferlisháttu söguhetjanna og renni saman eftir réttum rökum í samfeldan örlagaþráð samkvæmt trú, lífsskoðun og hátterni þeirra kynslóða, sem að þeim standa. Og það verður ekki af Gunnlaugssögu skafið, að þjóðlífsmyndir hennar eru sannar, gripnar föstum tökum úr daglegu lífi sögualdarinnar, af manni, sem hafði andlegt víðs/ni og athyggju til að skapa sór útsýn yfir þjóðarleiksviðið, eins og það þá var vaxið. Að því leyti stendur hún vafalaust í fremstu röð meðal íslendinga sagna. n. b.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.