Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1912, Side 72

Skírnir - 01.01.1912, Side 72
72 Ritfregnir. frakkneska heimspekings, er bók Ágústs segir frá og gaumgæfir. Það er sem sjálfur guð kærleikans ávarpi oss í þeim og vermi. Bók Guðmundar rannsakar spjaldanna í milli, hvernig vér menn- irnir förum að því að skilja hver annan. Mér finst það ekki óeftirtektarvert, að slíkt er efnið í fyrstu heimspekisritgerðunum, sem koma fram á sjónarsviðið frá íslandi, þar sem kuldi í lofti og lundu og skortur á samtökum og samlyndi hefir þjáð og þjáir landsbúa. Er efnisvalið tilviljun ein eða stafar það — höfundunum ósjálfrátt og óafvitandi — af því, hvílík lífsnauðsyn Islendingum. er á meiri hlýindum, samúð og samtökum? Eg sný mér fyrst að bók Guðm. Finnbogasonar. Hann hefur mál sitt á því, að allar lifandi verur séu margs konar þörfum gæddar. Þær ráði afstöðu þeirra andspænis umhverfinu og mati þeirra á því. Undir þeim kemur, eftir hverju þær sækjast og seilast.. Svangur leitar sér fæðu, þyrstur drykkjar og kalinn skjóls. Og allir hlutir eru búnir margs konar eigindum. Af því leiðir, að líta má á þá á marga vegu. Því verða verðlagskrárnar mis- jafnar, eftir því hvaða þörfum þeir bæta úr. Sumum fuglum þykir eitt skógartré gott hreiðurstæði. Smiðum þykir það gott smíðaefni. En mismunandi mat á hlutunum, skoðanir og skynjun á þeim hafa í för með sór ólíkar aðfarir (reaction) við þá og með- ferð á þeim. Ekkert í víðum heimi er eins mörgum eigindum gætt og mað- urinn. Það má því líta á hann á marga vegu. Klæðskerar og stjórnmálamenn líta á sama ' manninn sitt með hvoru móti. Þar sem stjórnmálamennirnir sjá »kjörgrip«, er gengst fyrir hinni eða þessari stefnuskrá eða stjórnmálaglamri, sér klæðskerinn kaup- andann, er hann selur föt með tiltekinni gerð og tilteknu verði. Á slíkum sjónarhæðum er einstaklingseðlinu enginn gaumur gefinn nó samhenginu milli ýmissa þátta þess. Það er ekki forvitnast um annað í eðli og fari einstaklingsins en hagnað þann, er megi af honum hafa, hvaða þörfum hann geti bætt úr. En má ekki líta á hlutina á fleiri vegu 1 Gerum t. d. ráð fyrir, að eg þurfi á leiðbeining einhvers lögregluþjóns að halda. Eg skoða hann þá sem eintak af tiltekinni tegund. Mig skiftir það engu, sem honum við kemur, nema einkennin, sem eg þekki hann á, og svör hans við spurningum mínum. Eg lít á hann sem verkfæri, er eg get haft not af. En nú vildi, ef til vill, svo til, að eg tók eftir rauna- blæ á andlitinu og gráthljóði í röddinni. Eg fór að hugsa um

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.