Ný sumargjöf - 01.01.1860, Page 1
JARÐSKJÁLFTENN í LISBÓNI, ÁRIÐ 1755.
A_rið 1755, fyrsta dag nóvembermánaðar, varð sá
atburður í Portúgal, sem mennirnir ekki mega neitt á
móti, hvorki með afli nð vizku. J>á var allra heilagra
inessa, en þann dag var rannsóknar-rðtturinn katólski
vanur að láta brenna 'á báli alla þá, sem sekir höfðu
verið dæmdir fyrir hans dómstóli, og þessa dags
morgun hrundu tveir þriðjúngar Lisbonsborgar í grunn
niður á sjö mínútum, og margar þúsundir manna fengu
f einu vetfángi bráðan bana undir þeim húsum, kirkj-
uin og höllum, sein hrundu niður.
|>etta saina ár spjó Katla, og þá átti ísland bágt.
En til þess, að skilja betur samanhengið á milli þessara
tveggja atburða, sem verða á tveim fjarrum stöðum,
munum vðr athuga nokkra almenna hluti. Allir menn
þekkja eldgjósandi fjöll, annað hvort af afspurn eða
reynslu. Menn hafa grafið alldjúpt í jörðu, á þeiin
stöðum, sem engin slík fjöll eru; það eru námar, sem
menn nema úr málma, salt, og annað jarðarefni eða
steina; menn liafa einnig borað ofan í jörðina með
stórum jarðnöfrum, til þess að kanna samsetníngu og
eðli jarðvegarins. Eggert Ólafsson hafði slíkan nafar,
Ný Sumargjöf 1860.
1