Ný sumargjöf - 01.01.1860, Síða 3
3
en hitinn helzt lengst við innst í hlutnum. Jarðar-
skorpan er þá skán á hnetti, sem hefur mist hita, og
vðr vitum það af reynslunni, að þetta er svo; því
fjðllin bera sjálf með sðr, hvernig þau hafi myndast,
og segja sögu sína með þögulum og órækum rónum;
og satt kvað Snorri, þó valla hafi hann þetta vitað
eins og nú vitum vðr: „falli fyr — fold í ægi —
steini studd — en stillis lof.“ Menn halda, að
jarðarskorpan sð eigi þykkri en fimmtán mflur, en eigi
þynnri en fimm; og þótt þetta kunni mikið að virðast
í samanburði við mannaverk, þá má samt svo að orði
kveða, að hún sð pappírsþunn, þegar litið er til þess,
hve stór jörðin er. Nú getur það opt orðið, að ólga
komi í jarðariðrin, eins og til að mynda í heyi eða
korni, og þá vex hitinn og vill komast út, hann belgir
allt upp og ryður ser til rúms, og það því stórkost-
legar sem hann æðir í meira líkamsrúmi; þá skelfur
og bifast jarðarskorpan eins og klæði fyrir vindi, því
hún er í rauninni ekki svo þykk, að hún fái spyrnt á
móti ofurefli slíks hita; þetta köllum vðr landskjálfta
eða jarðskjálfta, og hann getur komið á öllum tímum
og á öllum stöðum; raunar eru þau lönd, er valla
hafi af honum að segja, en það er hið sama, ekkert
land er svo, að hann geti ekki komið þar, og hann
er hvorki bundinn við árstíðir eða veðurátt. Hitinn
er allt af samur í jarðardjúpunum. en þótt hann ekki
ætíð skelfi jarðarskorpuna, hann er þá bundinn og kyrr,
eins og forfeður vorir trúðu, þá er þeir kváðu Loka
valda landskjálftum, þegar eitrið drýpur í andlit honum
á meðan Sigyn kona hans gengur út, til þess að hella
1