Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 11
11
borg sendi konóngi nokkur skip, hlaðin húsaviði og
trjám, beztu vöru, og skip kom með kjöt, segldúk,
sængurföt, ullarvöru, hamp og margt annað, handa
þeim Hamborgurum, sem heima áttu í Lisbóni. En
mörg ár liðu, áður en neyðin var með öllu á enda;
var borgin raunar bygð upp aptur fegri og meiri en
hún var fyr, fyrir dugnað Pombals, en samt má enn
í dag sjá merki um þennan atburð.
Maður het Braddokk, enskur að ætt; hann var í
/ . *
Lisboni um þessar mundir, og hefir samið lýsíngu á
jarðskjálftanum. Er sú lýsfng einkar merkileg og
áreiðanleg, að vonum, þar sem hann segir frá því er
fyrir liann sjálfan bar; hann segir svo:
„þessa dags morgun sat eg við borð heima hjá
mðr og var nýbúinn að Ijúka við bref; þá var á
milli níundu og tíundu stundar. J>á tók borðið til að
skjálfa lítið eitt, en eg furðaði mig á því, því veður
var kyrt. Ámeðan eg var að hugsa um, hvernig á
þessu mundi standa, og datt mðr þó sízt í hug það
sem var, þá tók allt húsið til að gnötra og riða frá
grunni; þá ímyndaði eg iner það mundi koma til af
vögnunum, sem vant var að aka um þetta leyti dags
frá Belem til hallarinnar, og mundi skjálfa, þegar vagn-
hjólin ryki um steinlögð borgarstrætin. J>á hlustaði
eg betur, og heyrði eins og undirgáng, líkast því sem
þruma riði í fjarska. J>etta varð ekki á svo laungum
tíma sem einni mínútu, og þá kom yfir mig kaldur
dauðans hrollur, því mðr datt í hug að þetta mundi
vera fyrirboði jarðskjálfta. Eg fleygði á burtu pennan-
um og rauk upp af stólnum; vissi eg þá ekki hvað