Ný sumargjöf - 01.01.1860, Side 12
12
til bragðs skyldi taka, hvort eg ætti að vera kyrr
heima, eða fara út; en hætta var búin hvað sem gert
væri. f»á lhll eg nærri því í svima, þvf þá heyrði eg
ógurlegt hrun, eins og allar byggíngar borgarinnar
hryndi niður í einu að neðsta grundvelli. Húsið, sem
eg var í, riðaði svo ógurlega, að efstu loptin hrundu
niður í einu vetfángi; en herbergi mitt skalf svo mikið,
að allt veltist niður sem inni var og eg fékk valla á
fótum staðið. Sá eg þá ekkert annað fyrir enn dauð-
ann, því veggirnir gengu til og frá og rifnuðu í
sundur; loptbjálkarnir riðuðu svo endarnir náðu ekki
að hvíla í samskeytunum, og steinarnir hrundu niður
úr múrunum. Himininn inyrkvaðist allt í einu, svo
eigi sá handaskil; má vera það hafi komið til af hinu
ógurlega kalkryki og dupti, sem gosið hefir upp úr
límíngunum múrveggjanna, þegar allt losnaðij sundur.
Fjórðúng stundar stóð eg þannig, og lá við að kafna
í ryki og brennusteinssvælu.
f>egar myrkvanum létti og skjálftinn var orðinn
nokkuð vægari, þá varð mér litið á konu, er sat á
gólfinu í herbergi mínu, rykug, föl og skjálfandi; hún
bar barn á handlegg. Eg spurði hana, hvernig hún
væri híngað komin, en hún fékk engu orði svarað fyrir
örvínglan. Að líkindum hefir hún flúið heiman að frá
sér þegar er jörðin tók fyrst að skjálfa. En nú var
eigi títni til að spyrja. J>á er lconuskepnan var nokkuð
komin til sjálfrar sín, spurði hún mig, hvort eg eigi
héldi heims enda vera kominn; hún kvartaði um leið
yfir þorsta, og beiddi um að gefa sér að drekka. Eg
fór þá inn í svefnherbergi mitt, en vatnsflaskan var