Ný sumargjöf - 01.01.1860, Síða 14
14
hið mikla torg fyrir framan Pálskirkjuna; sú kirkja
var þá nýlega hrunin og var troðfull af fólki, sem flest
lðzt þar inni. J>ar stóð eg við um hríð og velti fyrir
mðr hvað nú skyldi úr ráða. En fyrir því að eg ekki
þóttist óhultur á þessum stað, þá rðði eg það af, að
klifrast yfir rústirnar af vesturenda kirkjunnar og flýta
mðr fram að árbökkunum, til þess eg yrði sem fjærst
húsunum, ef annar kippur kynni að koina; komst eg
þángað með nokkurri hættu. |>ar hitti eg á mikinn
riðul manna, karla og konur af öllum stðttum; þar
stóðu greifar og lendir menn, kórherrar dómkirkjunnar,
skrýddir purpuramöttlum og hvítum slæðum; þar voru
klerkar, er flúið höfðu frá altarinu í öllum messuskrúða;
þar voru tignir kvennmenn, sumir lítt klæddir og
berfættir; þar var og fjöldi af viðbjóðslegasta skríl;
lá allt þetta fólk á hnjánum og bað hárri röddu til
guðs, náfölt af dauðans ótta. Allir börðu sðr á brjóst
og kölluðu: herra! miskuna þú mðr! Gamall klerkur
grár fyrir hærum gekk á milli fólksins og hvatti til
iðrunar og yfirbótar: hann kallaði hátt og sagði guð
reiðan syndum þeirra, en María mey mundi biðja þeim
líknar, ef á hana væri heitið.
j>á kom annar kippur, allt að því eins harður og
hinn fyrri, og var þá úti uin bænagerðirnar; þá hrundu
þær byggíngar, sem enn stóðu eptir. j>á gekk örvínglan
manna svo ákaft, að eigi heyrðist annað en sárgrætilegt
eymdarkvein alla vegu. j>á óx kveinið allt í einu og
varð að öskri og dauðans orgi: „sjórinn rótast inn á
oss!“ hljóðaði allur manngrúinn; leit eg þá fram að
ánni, er var hðr um bil mílu á breidd á þessum stað,