Ný sumargjöf - 01.01.1860, Side 15
15
og sá eg þá að hán svall og ólgaði ógurlega, en þó
var veður öldúngis kyrt. í einu vetfángi reis ógurleg
hafbára eins og fjall og veltist upp að mannfjöldanum
með brimlöðranda boðafalli, en allir flýðu undan hverr
sem betur gat. {>ar drukknaði fjöldi manna, og margir
stóðu í miðti, þótt þeir væri lángt frá árbakkanum.
Eg komst nauðulega af, með því eg hðlt mðr við ás
einn, er þar lá og var fastur.
Nú skundaði eg aptur til torgsins við Pálskirkjuna,
er eg sá að eigi var óhætt að vera á hinum staðnum.
f>ar á torginu stóð eg nú, alvotur, og horfði um hríð
á skipin, er veltust til og frá í hafrótinu, eins og í
sterkasta stormi; slitnuðu sum af festunum og ráku
upp á hinn árbakkann, en sum snerust í hríng; stórir
bátar fóru á hvolf. í sama bili gleypti sjórinn hina
nýju hafnarbryggju, sem bygð hafði verið með ærnum
kostnaði, og hlaðin upp af feikna stórum marmara-
björgum; týndist þar og fjöldi fólks. Margir bátar
og smá skip, sem voru hlaðin af fólki, er hugðist að
bjarga sðr þannig undan jarðskjálftanum, fóru þá í
sjóinn í einu vetfángi og komu aldrei upp aptur.
Skipherra nokkur, sein var á skipi sínu skamt
frá bryggjunni og horfði á allt þetta, sagði mer seinna,
að hann hefði sðð borgina gánga í öldum eins og sjó,
við annan kippinn. Jarðskjálftinn var svo hardur undir
ánni, að stórt akkeri hentist upp úr botninum og hátt
í lopt upp. Við þennan kipp dýpkaði áin um tíu álnir
í einu vetfángi, og grynntist undir eins aptur; þá sá
skipherrann og hafnarbryggjuna hverfa í djúpið með
öllu fólkinu, og kom ekkert upp aptur síðan; má vera