Ný sumargjöf - 01.01.1860, Side 21
21
mikil var viðhöfn og í páfagarði að Rómi; sá skrúði
var allur settur gulli og gimsteinum; enn týndust og
ríkis-menin og krúnusteinarnir og borðbúnaður konúngs,
allur af gulli og silfri; hann var geymdur í Bragansa-
höll, þar fórust og þeir guðvefjar og silkidúkar og
pellglit, sem tjaldað var með á hátfðum og veizlum
konúngs, og var allt sett gulli og silfri; þar voru og
kjallarar undir konúngshöllinni, fullir af kryddi og
dýrum dómum frá Indíalandi, og eyddist allt fyrir eldi
og grjóthruni.
Eptir því tóku menn, að þær byggíngar hrundu
fyrst, er sterkastar og ramgjörvastar voru; mun það
hafa orðið af þeirri orsök, að þær hafa ekki mátt láta
undan eður getað sveigst til fyrir jarðskjálftanum, eins
og þau hús, sem trðgrindur eru í, áinilli múrhleðslunnar.
|>að gefur að skilja, að margt hefur orðið sögu-
legt, er snerti einstaka menn, þá er þessi atburður
varð. En allt verður á slíku tjái og tundri, að enginn
hugsar um annað enn sjálfan sig, sein nærri má geta;
veit svo enginn hvað öðrum líður, svo sögurnar hverfa
að mestu leyti og verða eigi kunnar. f>ó skal geta
þess, að einn enskur kaupmaður gekk framhjá kirkju-
dyrum, þegar fyrsti kippurinn kom; þá fðll steinn úr
veggnum og fótbraut hann á báðum fótum. Lá raaður-
inn þannig hljóðandi og beiddist hjálpar, en enginn
veitti, fyrr en portúgískur maður kom að og sá aumur
á honum; hann hóf hann upp og bar hann inn í
kirkjuna, því honum þótti sem þar mundi eigi hætta
búin, en þá kom annar kippurinn, og hrundu dyrnar
saman svo enginn komst út sem inni var, en kirkjan