Ný sumargjöf - 01.01.1860, Qupperneq 26
26
J>ar hverfa gullhaugarnir eins og sandur fyrir
vindi, og sá sem tapar, kærir sig annað hvort ekkert,
eða hann reynir þá að ræna aptur, svíkja og stela;
eða hann gengur beinlínis til dauðans.
|»ar við borðið var úngur Spánverji, alvarlegur
og ellilegur fyrir örlög fram, fyrir sakir spila og
drykkjuskapar. „Eg vinn,“ kallaði hann upp vfir sig.
— „Getur verið,“ sagði bánkamaðurinn, og rótaði gull-
peníngunuin til sín. Spánverjinn hafði tapað. Hann
tók upp úr vasa sínuin dálitla pýngju með gullsandi
í, og setti hana á eitt spilið. Eptir eina mínútu var
pýngjau horfin. Spánverjinn hafði tapað. Hann leitaði
á sðr og kallaði: „eg átti að eiga meira til, það hefur
verið stolið frá mer.a Hann al'inyndaðist allur eins og
hann hefði krampa. Ógurlega stór maður kemur inn
um dyrnar, snöggklæddur, tjörugur og óhreinn. þessi
maður segir við Spánverjann: „hvað á það að þýða
að horfa þannig á mig?“ „Má eg ekki horfa eins og
eg vilr“ segir Spánverjinn. „Burt frá borðinu, eg vil
fá að komast að og spila,“ orgaði tröllið, og tók í
öxlina á Spánverjanum og ruddi honum frá eins og
þurruin mókekki. Hinn reif smábissu upp úr vasa
sínum og hleypti af’á tröllið, en skotið kom í ljósa-
krónuna, Nokkrir írar tóku Spánverjann og fóru út
með hann. Svo var haldið áfram að spila. eins og
ekkert hefði verið.
Uin það leyti að klukkan var þrjú um nóttina,
kom inn mexíkanskur inaður og leit ekki sem tryggi-
legast út. J>á voru þeir sem unnið höfðu, að láta á
sig gullið, og bánkamennirnir fylltu töskur og poka,