Ný sumargjöf - 01.01.1860, Page 27
27
og rótuðu hvorri gullhrúgunni eptir aðra ofan af
borðinu. f>ar lágu hjá þeim morðkutar og smábissur,
því slíkt má aldrei vanta þar sem enginn er óhræddur
um líf sitt. AUt í einu þrífur mexíkanski maðurinn
einn gullpokann og ætlar út með hann. En fyrir sakir
þess, að eigi er ætíð sem hógværast á slíkum stöðum,
þá lágu stólar og borð velt og brotin um gólfið þvert
og endilángt, það var nú vígvöllurinn eptir þetta nætur-
stríð, og var raunar ekki sem hermannlegastur. Bánka-
maðurinn stökk þá upp og hugðist að ná í bófann, en
hann varð seinn á sðr vegna ruslsins, sem á gólfinu
lá; hann þreif þá til smábissu og hlevpti af; kom
skotið í bakið á mexíkanska manninum, svo hann var
þegar örendur, en bánkamaðurinn náði gullinu úr
helvarmri náhendinni.
þannig var lífið á gullfoldinni allt til skamms
tíma, meðan nýja brumið var á, og áður cn nokkurri
lögreglustjórn varð á komið. Fyrst urðu eintómir
karhnenn til að fara þángað, og síðan voru kvennmenn
fluttir þángað raunar viljugir, en það voru samt flest
minni háttar drósir, sem seldu sig fyrir gull; má svo
að orði kveða, að heilir skipsfarmar af kvennmönnum
hafi verið þángað fluttir. og geklc allt út; en samt sem
áður hefir lítið batnað um siðferði á þessum stað. Er
það raunar víðar í Norður-Ameríku, að virðíng fyrir
mannfelaginu og einstökum limum þess er miklu minni
en annarstaðar, og hlífast menn ósjaldan við að drepa
og ræna, því bæði er landrými mikið og strjálbyggt
víða, og örðugt að koma lögum og reglusemi við, enda
ægir þar og öllu .saman, illu og góðu, ríkum og