Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 28
28
fátækum, þjófum, rænfngjum og svikurum, sem flykkjast
þángað að úr öllum heimsálfum, því landið stendur
öllum opið. En því verður eigi neitað, að Ameríku-
menn eru einna framtakssamastir og stórhugaðastir
allra inanna, og þeir hafa gert þau mannvirki, sem
einna mest eru gerð á jafn stuttuin tíma, eða þá að
minnsta kosti hafa þeir fengið hugmyndina um, að
takast megi að framkvæma þau.
SÓLARBROS.
Sjórinn var ókyrr; hvítfyssandi bárur riðu með
rjúkandi földum ein í annarar stað: það var því líkast
sem sjálfur stormurinn sæist bruna yfir blágínandi
sjávarflötinn, sem fyrr svaf í lygnum draumi, spegil-
slðttur og skær, en núna ygldi hann sig dimmgrimmur.
Kolbláir skýbólstrar geystust um loptbogann, en á
einum stað gegnum skýjarofið leit fram hin unaðríka
sól — hún leit í rósamri veldisblíðu niður á náttúr-
unnar herjumtrylda stríð, og hún bifaðist ekki nð
bliknaði; hún leit yfir reiði og raun, til að vita hvort
hún findi hvergi frið og gleði.
Jú, hún fann gleði og frið, því tvö smábörn Rku
sðr í fjörunni og hugðu lítt að óveðrinu; þau stukku
stein af steini og horfðu glöð út á hinn freyðanda sæ;