Ný sumargjöf - 01.01.1860, Page 30
30
getum við komist í land.“ En hann sagði þetta
einúngis til að hugga systir sína, því hann hafði ekkert
vit á veðrinu, drengtetrið.
En þá reis hvor báran á aðra ofan og reið yfir
steininn, svo börnin urðu vot og voru nærri því farin
í sjóinn. |>annig stóðu þau stundarkorn.
En að skýjanna breiða baki stóð hin veldisblíða
sól og grðt geislandi tárum. En hún grðt ekki af því
hún væri máttlítil, heldur af því hún hlaut að bíða.
því sðr hvað hefur sína tíð í þessum heimi. Og þegar
tfminn hættunnar var á enda, en tíminn hjálparinnar
kominn, þá rifnaði skýjablæjan og sólin leit sigurbjört
út yfir hinar tröllauknu bárur, sem rótuðust hátt- í
lopt upp úr sævardjúpinu fvrir storminum. |>á hóf
sólin strfð við storminn, og sundraði skýjaklökkunum
með geislandi geirum; hún sendi varma og lognsælan
yl yfir lög og láð; stormurinn hætti og sjórinn skein
spegilfagur í sólarljómanum.
f>á kom bátur og lagði að steininum; og maður-
inn í bátnum tók börnin og rðri með þau til lands.
|>að var faðir barnanna, og hann leit með társtokknum
augum upp til sólarinnar. lín sólin skildi þau tár
og brosti; og enginn nema faðirinn gat þolað að horfa
í sólarbrosiö.
(Snúií) úr dönsku, eptir M—m)