Ný sumargjöf - 01.01.1860, Síða 31
31
UM KIRKJUR.
Mig rninnir eg hafi lesið „um kirknabyggíngu“ í ein-
hverri íslenzkri bók, og var því líkast sem verið væri
að kenna mönnum að byggja hjall (inessuhjall). |>essi
grein er nú raunar eigi ætluð til þess að kenna mönn-
um að byggja kirkjur; heldur viljum ver drepa lítið
eitt á, hvernig kirkjum se háttað í miklum borgum,
því á lslandi eru engar byggíngar, hvorki kirkjur ne
annað, sem geti gefið mönnum hugmynd um neina
prýði og fegurð, eða byggíngarlist. Er þetta eigi sagt
í því skyni, að lasta landið fyrir það, því svo er víðar
en hjá oss, og má margt vel fara fyrir því.
Kristin trú hefur hafið byggíngarlistina á hið
æðsta stig fegurðar og mikilleika. í heiðni voru turnar
eigi hafðir á byggíngum. að minnsta kosti ekki eins
og ver köllum turna. Byggíngar fornmanna voru
afarvíðar um sig, en sjaldan háar að því skapi; þær
eru einúngis miðaðar við hinar jarðnesku og takmörkuðu
hugmyndir fegurðarinnar. |>ær eru engu að síður
listaverk, því þær eru að öllu leyti sjálfum ser samsvar-
andi; línur þeirra eru hreinar og óbrotnar, opfast nær
beinar, og öll þeirra hlutföll eru í svo mikilli einíngu,
að hugurinn kemst í rósemi og hvíld, og æskir ser
einskis meira.
En eins og hinar fögru byggíngar Grikkja og
Rómverja f'undu fuilnægíngu sína í hinu endanlega
og jarðneska, eins hefur hin kristna byggíngarlist sig
frá þessari jörðu, og stígur upp til hins óendanlega og