Ný sumargjöf - 01.01.1860, Side 34
34
upp til tindanna, sem teygja sig upp í himininn, og
gefur myndin hðr að framan dálitla hugmynd um þetta.
— Súlurnar í þessuin kirkjum standa eins og í
krönsum, þannig, að utan um eina aðalsúlu stíga upp
margar grennri og eins og hverfa auganu hæst uppi í
hvelfíngunni. í rómverskuin byggíngum eru hvelf-
íngarnar einfaldur bogi, eða ein lína, sein stígur upp,
hvelfist, og líður aptur niður. I hinum gotneska stíl
myndast boginn af tveiinur línum. sem skera hvor aðra
efst uppi, það köllum vðr hvassboga; sðr hver þessara
lína er óendanleg (hyperbole), og einmitt þetta veitir
hinum gotneska stíl svo inikla þýðíngu. J>að er
óútmálanleg tilfinníng, sem grípur andann, þegar menn
koma inn í kirkju, sem bygð er í þessum stíl; það er
eins og menn komist líkamlega inn í hið ósýnilega og
eilífa; hinar óteljandi kapellur, hvelfíngar, súlnaraðir
og bogagángar vekja endurminníngu um liðnar aldir.
um hin helgu orð sem þar hafa verið töluð, og um
þá sem fyrir þau hafa dáið. pegar sólin skín inn um
hin marglitu gler, sem eru í gluggum hins gotneska
stíls, og dreifir geislunum í undursamlegri prýði út
yfir allar þær myndir og málverk. sein kirkjurnar ern
skrýddar með, þá væri eigi furða, þótt inönnum kynni
að detta í hug hin himneska Jerúsalem, endurskínandi
af gulli og gimsteinum, sem talað er um í opinberíngar
bókinni (21 kapítula). En það er með öllu ómögu-
legt að gefa fullkonma hugmynd uni þetta með neinni
inynd.
Ver sögðum áður, að dómkirkjan í Mailandi væri
að mestu leyti gotnesk að byggíngarhætti, og höfðum