Ný sumargjöf - 01.01.1860, Page 37
37
af marmarasteini injallahvítum, og ber svo undur-
samlega við himinblámann, að það er því líkast sem
hún sð steypt. úr silfri eða glitofin. A kirkjunni eru
tvö hundruð turnar, grannir og fagrir; en fjo'rar
þúsundir og fimm hundruð marmarastyttur prýða hana
að utan, og er sðr hver stytta meistaraverk. Innan í
kirkjunni eru fimm kdrar, sem deilast hvorr frá öðrum
af grönnum og háum súlum; loptið er af steini, allt
höggvið út í lauf og rdsamyndir og aðra prýði.
Fimmtigi og tvær marmaramyndir eru í kirkjunni, og
tákna ýmsa helga menn; skín sdlarljdsið furðulega á
*
þær, af því gluggaglerin eru ýmislega lit. A myndinni
ber mjög á gotneska stflnum; sðst hann til að mynda
á turnunum, hinum þremur miklu hvassboga-gluggum,
sem einn er hæðst uppi yfir inngánginum, og á allri
mynd hliðarinnar þeirrar er að snýr; en sumt er
byggt á ítalskan eða rdmanskan hátt, með hvolfbogum
og láguin bustuin; það er aðalinngángurinn og hinar
tvær dyr sínar hvoru megin, glugginn mikli yfir
aðalinngánginuin og Ijo'rir aðrir yfir hinum fjdrum
minni dyrunum.
I>essi kirkjusmíð var byrjuð 1386, en Napoleón
inikli og Austurríkiskeisarar lðtu ljúka smíðinni.